Tímarit lögfræðinga - 01.01.1970, Page 91
ekki 5000,00. Þá var í þessum tillögum almennt lagt til,
að eldra skipulagi um fresti, undirbúning málflutnings
og að mál skyldi skriflega flutt, ef ekki var sótt þing af
hálfu gagnaðila. Loks væri tillaga um, að rökstuðningur
dóma skyldi itarlegri en verið hefði. Þessar tillögur voru
allar felldar, og var atkvæðagreiðsla á þá leið, að engin
tillagan fékk fleiri en 4 atkv., en flestar 2—3. A móti voru
19—20. Úrslit um frv. urðu þau, að í Efri deild var það
samþykkt með 18 samhljóða atkvæðum og í Neðri deild
■neð 27 samhljóða atkvæðum.
Hinn 18. april voni lögin staðfest og gefin út sem 1. nr.
57/1962.
NOKKUR HEIMILDARRIT:
Lovsamling for Island.
G. Hallager: Norges Höiesteret 1815—1915. H. Aschehoug, Kristiania
1915.
Gunnar Nilssen, Finn Hiorthoy og Karsten Garder: Den dommende
Makt. Universitetsforlaget, Oslo 1966.
Lagge, Frost og Hjelje: Höjesteret 1661—1961, bind I-II. Köbenhavn
1961.
&aga Alþingis I. Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis. Reykjavík
1945.
■Jónsbók. Kaupmannahöfn 1904. Útg. Ólafur Halldórsson.
Alþingistíðindi.
Kœstaréttardómar.
Tímarit lögfræðinga
89