Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 10
væri ekki ánægður með dómsorðin. Greiddi hann sektina
og leysti til sín afla og veiðarfæri eftir mati dómkvaddra
manna.
Urðu mikil skrif í þýzkum blöðum um þessa togara-
töku og Vestmannaeyingar þar kallaðir sjóræningjar, og
fleiri hnútur flugu þar um borð, þó næst gengi öfug-
mælum.
A fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar var uppivaðsla
útlendinga hóflaus og ásókn í landhelgina til veiða, en
eftirlitsskipin dönsku værukær í höfnum inni oft og tíð-
um, þegar mest lá við. Af þessum sökum töldu Vest-
mannaeyingar sig nauöbeygða til þess að verja sjálfir
landhelgina og veiðarfæri sín og lifsbjörg, og varð þeim
nokkuð ágengt. B\Tjaði þessi landiielgisvarzla í tíð Magn-
úsar Jónssonar sýslumanns, að þvú er ég hygg.
Foreldrar Karls sýslumanns voru Einar Hinriksson,
bóndi á Miðhúsum i Eiðaþingliá í Suður-Múlasýslu, Egils-
stöðum á Völlum og viðar, og Pálína Vigfúsdóttir, siðari
kona hans. Þau fluttu svo að Vestdal í Seyðisfirði og
síðast i þurrabúð á Vestdalsevri, Glaðheim. Þar höfðu þau
veitingahús og gistingu fyrir ferðamenn.
Hinrik Hinriksson, faðir Einars, bjó á Hafursá í Fellum
og rfðar, en móðir hans var Guðný, dóttir Arna Þórðar-
sonar bónda á Ekkjufellsseli i Fellum.
Faðir Pálínu var Vigfús Pétursson bóndi á Háreks-
stöðum, en móðir hennar Katrín Öfeigsdóttir bónda i
Hafnarnesi i Nesjum, Þórðarsonar í Þingnesi. Pálína var
hjábarn Vigfúsar. Börn þeirra Einars og Pálínu voru
mörg, auk Karis, og er mér kunnugt um þessi: Jón, Vig-
fús Goodman, Ingimundur, Óli Bömer, Eiríkur, Jar-
þrúður og Guðrún.
Stóðu að Karli austfirzkar ættir, og liefur séra Einar
Jónsson í Kirkjubæ og á Hofi í Vopnafirði rakið ætt hans
til grárrar forneskju í Ættum lAustfirðinga.
Einar, faðir Karls, andaðist i Vestmannaeyjum áiúð
4
Timarit lögfræðinga