Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 11
1910 hjá svni sínum á Hofi, en Pálína 1915 i Winnipeg,
hjá Jarðþrúði Moony, dóttur sinni.
Karl var settur til mennta. Lærði liann undir skóla hjá
séra Einari Jónssyni i Kirkjuhæ í Hróarstungu, en fór
síðan i Latinuskólann í Revkjavík haustið 1889, og sat
þar fimm vetur. En hann varð stúdent utan skóla vorið
1895. Þá sigldi hann til Kaupmannahafnar og lagði stund
á lögfræði við háskólann þar. Lauk hann prófi i heims-
speki vorið 1896, en í lögfræði 14. febrúar 1903, og kom
upp úr því aftur heim til íslands og 'byrjaði lifsstarf sitt.
Arið 1904 var hann um tveggja mánaða skeið settur
sýslumaður í Rangárvallasýslu og i Skaftafellssýslu frá
því í júlí 1904 til vors 1905. Karl sat að Kirkjubæjar-
klaustri. Hann varð vinsælt jdirvald i sýslunni.
Karl fékk málflutningsleyfi við Lands\-firréttinn i des-
ember 1906, en var settur aðstoðarmaður í Stjórnarráði
1. mai 1906.
Karl var skipaður sýslumaður i Vestmannaeyjum 1.
ágúst 1909 og gegndi því embætti þangað til hann fékk
lausn 25. febrúar 1924. Skömrnu síðar gerðist hann starfs-
maður í Stjórnarráði og vann þar einkum við endur-
skoðun riíkisreikninga. Karl var glöggur reikningsmaður
og lá öll tölvísi opin fvrir honum, enda var hann rök-
fastur maður og kunni góð skil á höfuðatriðum hvers
máls, sem undir hann har.
Eins og kunnugt er, beið Heimastjórnaz-flokkurinn stór-
felldan ósigur í Alþingiskosningunum árið 1908. Þá sner-
ist kosningabaráttan um sambandslagasamninginn við
Dani — Uppkastið — og unnu Sjálfstæðismenn þá svo
milvinn sigur, að annar eins hefur naumast fallið í skaut
nokkurs póhtísks flokks á Islandi, hvorki fyrr né síðar.
Hannes Hafstein hafði verið ráðherra Islands — hinn
fyrsti með þvd nafni — frá árinu 1904, er landstjórnin
var flutt heim. Hann sleppti þó ekki stjórnartaumunum
fyrri en Alþingi kom saman árið 1909 og 1. apríl tók við
Tímarit lögfræðinga
5