Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 19
með ótrúlegum hraða og öll umsvif að þvi skapi. Áður höfðu menn stritað á árinni öld eftir öld og reitt upp einn og einn fisk úr auðlegð hafsins, með einum öngli á handfæri, en nú varð á fáum árum slik umbylting i atvinnuháttum, að furðu gegnir. Menn streymdu til Yest- mannaeyja úr öllum landshlutum. Það orð fór áf Eyjun- um, að duglegir menn gætu bjargazt þar betur en annars- staðar á landinu. íbúunum fjölgaði mjög ört. Arið 1910 voru þeir 1319, en 1924 2841. Þessi þróun kallaði á lausn ótal viðfangsefna samfélagsins, og þar hafði Karl alla forustu sem yfirvald og oddviti sýslunefndar og bæjar- stjórnar. Var það almanna rómur, að honum færist hún vel úr hendi, og ber kjörfvlgi hans vott um þær vinsældir, sem hann naut á sínum beztu árum i Eyjum. í Stjórnarráðinu vann Karl frá því að hann lét af em- bætti fram í háa elli, og gat sér þar gott orð fvrir störf sín að endurskoðun. I afmælisgrein, sem starfsbróðir hans í mörg ár, Einar Bjarnason, prófessor, skrifaði um hann í Morgunblaðið á níræðisafmæli hans, segir meðal annars svo: „Þótt hann sé nú fyrir tíu árum látinn af störfum þar (þ. e. í ríkisendurskoðuninni), að nafninu til, hefur oft komið fyrir síðan, að til hans hefur verið leitað með verk- efni, og lítinn eða engan bilbug virðist enn vera að finna á skarpskyggni hans. Kari hefur átt stormasama ævi. Þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, hafði hann strítt lengi við veikindi sín og sinna, og striddi miklu lengur við þau en flestum er boðið. En svo bar hann hærri hlut og varð æ raunbetri starfs- maður sem árin færðust á hann, og þegar að því aldurs- marki kom, sem flestir hætta störfum og byrja að missa starfsgetu sína, virtist Kari vera að ná hámarki starfs- þróttar síns. Þetta óskiljanJega þrek er nú að vísu farið að þverra, en það entist ótrúlega lengi, og skýrleiki hans í hugsun virðist jafnmikill enn sem fyrr“. Tímarit lögfræðinga 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.