Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 25
að mönnum 'hafi einnig verið heimilt að ljúka málum sin-
um rneð sátt. Sögurnar sýna þó, að menn hafa stundum
lýst sáttunum á þingi til þess að gefa þeim aukin áhrif og
til þess að virðingar aðila vœri gætt.
Frjálsræði aðila til þess að gera sáttir á eindæmi sitt
var nokkuð skert samkvæmt Grágás. Þannig er t. d. í
þingskaparþætti Grágásar (I a, bls. 108) fyrirmæli, sem
setja skorður við vissum viðurlögum i sátt eða bjóða, að
vissar sáttir séu lesnar upp á Lögbergi.
Yfirleitt virðist hafa mátt sætta flest eða öll einkamál,
en meiri háttar sakamál mátti ekki sætta, a. m. k. ekki
á þann hátt, að hinn seki slyppi við refsingu. Yfirleitt er
óljóst, livort nokkur greinarmunur hafi verið gerður á
utanréttarsáttum og réttarsáttum, og allar sáttir sýnast
hafa verið aðfararhæfar jafnt og dómar.
I Jónsbók eru aðeins nokkur „kasuistisk“ álcvæði um
sáttir, en engar almennar reglur. Engu að síður er ljóst,
. að mönnum var heimilt að Ijúka málum sínum með sátt
á dómþingi.
1.2. Með tilskipun 10. júli 1795 og 20. janúar 1797 var
fyrst boðið að leita skyldi sátta um sakarefni, áður en
það var borið undir dómstóla.
I Noregi og Danmörku tók einnig gildi (10. júlí 1795)
almennt lagaboð þess efnis, að deiluaðilar voru skyldaðir
til þess að leggja mál til sátta fyrir sáttamenn, áður en
hin venjulega dómstólaleið yrði farin.
Áður en o.fangi-eindar tilskipanir tóku gildi, hvildi engin
almenn skylda á málsaðilum að revna að sætta mál og
engar reglur voru til um það, hvernig unnt væri að lög-
gilda (autorisera) sáttir eða gefa þeim á annan hátt
verkanir fram vfir venjulegar utanréttai'sáttir. Ofangreind-
ar tilskipanir voru því að mestu leyti veruleg nýmæli
bæði af þvi, að um almenna skvldu var að tefla um það,
að mál skyldu fyrst lögð til sátta og eins af hinu, að aðili
gat náð rétti sínum með þvi að fara sáttaleiðina á jafn-
virkan liátt, eins og dómstólaleiðin hefði verið farin.
Tímarit lögfræðinga
19