Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 27
hér einkum að nefna Hrd. 1948, bls. 300, lög nr. 46/1950
og mjög frjálslega skýringu Hæstaréttar ó þeim lögum,
sbr. Hrd. 1949, bls. 310 og Hrd. 1'950, bls. 7. Er nú svo
komið, að þau mál eru orðin vandfundin, sem með vissu
á að leggja til sátta fyrir sáttamenn, þrátt fyrir áðurnefnda
aðalreglu í 5. gr. laga nr. 85/1936. Af þessu er ljóst, að
það kemur 1 hlut dómara í flestum tilvikum að leita sátta
i dómsmálum.
2.0.
2.1. Ritgerð þessari er ætlað að fjalla um réttarsáttir
í einkamálum, en réttarsáttir eru samningar aðila í dóms-
máli eða milli aðila dómsmáls og 3ja manns fyrir ís-
lenzkum dómstóli um að ljúka dómsmálinu að nokkru
leyti eða öllu. Réttarsátt er veitt ýmis réttarfarshagræði
og er aðfararhæfi réttarsátta þar einna mikilvægast.
2.2. Það er hins vegar utanréttarsátt, þegar aðilar
með samningum gefa háðir nokkuð eftir af kröfum sín-
'um og hinda þar með endi á deilur um fullnustu réttinda
eða óvissu um réttindi. Slíkir samningar eru ógildanlegir
eftir venjulegum reglum samningaréttarins. Utanréttar-
sáttir hafa engin bein áhrif á dómsmál milli aðila og
slíkar sáttir hafa ekki aðfararhæfi eða önnur réttarfars-
hagræði.
Ritgerð þessi tekur aðeins að óverulegu leyti til utan-
réttarsátta (sbr. þó 18.0.).
2.3. Dómsmál þróast oftast áfram með athöfnum að-
ilanna (að vísu einnig með aðgerðarleysi þeirra). Dóms-
mál eru vart hugsanleg án markvissra athafna aðila og
dómara. í mjög grófum dráttum má nefna þær athafnir
réttarfarsathafnir, sem hafa áhrif á gang dómsmála.
Greint er á milli réttarfarsathafna dómstóls og réttarfars-
athafna aðila. Verður hér aðeins rætt um réttarfai"sat-
hafnir aðila. Réttarfarsathafnir aðila eru lang oftast
einhliða, en stundum kemur þó fyrir, að þær séu tvi-
hliða. Má þá tala um réttarfarssamninga eða, ef deilur
Tímarit lögfræðinga
21