Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 34
verið mjög skert á síðari árum, Obæði með nýjum laga-
reglum og frjálslegri skýringu lagareglna. I 3. mgr. 5.
gr., sbr. 105. gr., laga nr. 85/1936 er það almennt boðið,
að dómari skuli leita sátta í málum, ef mál á ekki að
leggja undir sáttanefnd eða er ekki undanþegið sátta-
tilraun.
Það leiðir af ofansögðu, að oft er fyrirsjáanlegt að sátta-
tilraunir verði tilgangslausar. í þeim tilvikum eru þvi
sáttatilraunir dómara aðeins formsatriði og gætu jafn-
vel verið beinlínis óheppilegar, ef tilraunir dómara til
sátta gætu leitt til þess, að hann væri tortryggður um að
hafa tekið afstöðu í málinu. Skylda dómara ætti því tæp-
ast að ná lengra heldur en að leita sátt í þeim málum, þar
sem hann álítur það heppilegt.
Ljóst er, að dómara ber að fara gætilega í sáttatilraun-
um sínum, og huga vel að hlutleysi sínu. Telja verður
leyfilegt, að dómari leggi fram ákveðið sáttatilboð, en
slikt sáttatilhoð ætti yfirleitt að hyggjast meira á sann-
girnissjónarmiðum en á lagareglum. 1 Danmörku er jafn-
vel talið, að dómari megi segja álit sitt á málinu sem lið
í sáttinni, og því sé hugsanlegt, að hún sé gerð skv. sömu
sjónarmiðum og dómari álítur að dómur hefði verið
hvggður á.
I lögum nr. 57/1962 um Hæstarétt íslands er ekki
minnzt á sáttatilraunir dómsins. Að jafnaði eru sáttir
sjaldgæfari hjá áfrýjunardómstól, þar sem héraðsdómari
hefur þegar kannað sáttagrundvöll i málinu.
Það leikur ekki vafi á þvi, að Hæstiréttur Islands hefur
heimild til að leita sátta, sbr. 58. gr. laga nr. 57/1962,
enda mæla og efnisrök með slíkri tilhögun. Aðstæður
geta t. d. hafa breytzt siðan héraðsdómur gekk og þ\d
verið betri grundvöllur til sátta, þegar málið er undir
áfrýjun, heldur en á meðan héraðsdómur fjallaði um
málið. Þegar svo er ástatt, er þvi full nauðsyn á, að áfrýj-
unardómstóll hafi heimild til sáttaumleitana. (Það virðist
ákaflega sjaldgæft, að Hæstiréttur leiti sátta i málum.
28
Tímarit lögfræðinga