Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 35
Landsrétturinn danski leitar yfirleitt sátta í inálum, einnig
í áfrýjunarmálum, en mjög sjaldgæft er, að sátta sé
leitað í Hæstarétti Danmerkur).
Af framansögðu leiðir, að oft væri óþarfa formsatriði
að ómerkja mál og visa því heim í hérað að nýju, þótt
héraðsdómari hefði gleymt að leita sátta í þ\d. Áfrýjunar-
dómstóll gæti hér auðveidlega bætt úr með því að leita
sátta sjálfur. (Sjá t. d. Hrd. 1949, bls. 136, 1938, bls. 135
og 1966, bls. 786, þar sem unnt hefði verið að komast hjá
ómerkingu á þennan hátt).
6.0.
6.1. Helztu lagaboð í íslenzkum rétti um réttarsáttir
er að finna í 1. kafla laga nr. 85/1936. I löggjöfinni má
auk þess finna lagaboð á víð og dreif, sem víkja að réttar-
sáttum, sbr. t. a. 1. og 5. gr. laga nr. 19/1887, 25. og 34.
gr. laga nr. 57/1949 og 38. gr. laga nr. 3/1878.
Þegar hér að neðan verður um það rætt, hvort til-
teknar tegundir af réttarsáttum séu leyfilegar eða ekki,
þá er iþað ávallt haft í huga, að réttarpólitisk viðhorf
styðja það sjónarmið, að lejda eigi réttarsáttir um sem
flestar tegundir réttarsátta (sbr. 5.0.), nema því aðeins
að lög segi á annan veg eða einhver sérstölc lagarök mæli
því á móti. Að sjálfsögðu hefur verið stuðzt við kenningar
fræðimanna um þetta.
6.2. Réttarsátt er le\,fileg bæði um aðfararhæfar kröf-
ur og viðurkenningarkröfur (sbr. 13.0.). Að þ\i er að-
fararhæfar kröfur varðar, þá getur aðili að sjálfsögðu
tekið á sig þá skyldu með sátt að greiða peninga. Eln með
sátt getur aðili einnig tekið á sig aðrar skyldur, t. d. að
vikja af fasteign eða selja sáttarhafa nokkur umráð
hennar, láta hlut af hendi, vinna eitthvert verk o. s. frv.
Allar slikar sáttir eru aðfararhæfar og við aðför getur
fógeti beitt þvingunaraðferðum þeim, sem nefndar eru
í 11.—15. gr. laga nr. 19/1887, sbr. 10. gr. sömu laga, allt
þó með þeim afbrigðum, sem leiða kann af eðli sátta.
Tímarit lögfræðinga
29