Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 36
ö.3. Leyfilegt er að gera sátt um meira en stefnt var
um. A gerir t. d. kröfur um það í dómsmáli, að B verði
dæmdur til að greiða lionum kr. 10.000.00, en A og B
verða sammála um, að B greiði A kr. 20.000.00, eða, að
A fellst á að draga kröfu sína til baka og auk þess að
greiða B einhverja fjárhæð.
6.4. Heildarsáttir eru leyfilegar. Er þá átt við, að
dreginn sé inn í dómsmálið ágreiningur út af öðrum lög-
skiptum en stefnt var um og sátt gerð i einu lagi um öll
deiluefni aðila. Enn fremur er leyfilegt að semja um að láta
önnur verðmæti af hendi en um var deilt, t. d., að hluturinn
A skuli látinn af hendi i stað hlutarins B, sem stefnt var
um. 1 slíkum tilfellum er þó oftast um ráðstöfun hins
upphaflega hlutar að ræða, þ. e., að aðili afsalar sér þar
með umstefndum rétti til hlutarins B.
Sátt ein, gerð á bæjarþingi Rekjavíkur, i máli AA gegn
BB, er gott dæmi um þetta. Mál þetta, sem höfðað var til
greiðslu peninga, lauk með svofelldri sátt:
Stefndi, BB, afsalar hlutafélaginu CC h/f, Reykjavik,
tvo Sauna-baðkassa, einn ljósabaðlampa og tvo Ijósa-
gigtarlampa.
Hlutafélagið CC ii./f hefur sjálfstæðan rétt samkvæmt
sátt þessari til þess að öðlast fullkomnar vörzlur fx-aman-
giæindra muna, en munirnir eru nú að H-götu 25, Reykja-
vík. Stefndi lætur þess getið, að fjárnám muni hafa verið
gert í fi'anxangreindum munum, en þau fjárnám séu
gömul.
Með ofangreindri sátt er samkomulag milli aðilja máls
þessa um að fella mál þetta niður og jafnframt afhendir
stefnandi stefnda hér i réttinum fjói'a vixla að fjárhæð
samtals kr. 600.000.00, útgefna 14. janúar 1968 af CC,
H-götu 25 (eigin víxlar), með gjalddögum, tveggja
14. api'íl 14)68 og tveggja með gjalddaga 14. jxxlí 1968.
Jafnfranxt afhendir stefnandi stefnda hér í réttinum kaup-
samning, útgefinn 2. febrúar 1969 af DD og CC h/.f.
Loks lýsir stefnandi því j'fir, að allar hugsanlegar kröf-
30
Timarit lögfræðinga