Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Qupperneq 38
öll deilumálin í einu lagi, og er þá deilumálunum lokið.
6.7. Réttarfarssáttir (millisáttir) eru ieyfilegar, en þó
því aðeins, að ekki standi því bundin (obligatorisk) ákvæði
í vegi. Með 'miilisáttum er átt við það, er deilur verða um
atriði, sem úrskurða þarf um. Oft og einatt geta þá orðið
deilur um réttarfarsleg atriði, sem aðilar bafa ekki for-
ræði á, og verður að atliuga það hverju sinni, hvort sátt
sé leyfileg eða ekki. Til dæmis gætu aðilar ekki sætzt á
það að lokum, að dómari viki sæti. Á hinn bóginn geta
aðilar oftast samið um fresti, varnarþing o. s. frv. Slíkar
millisáttir eru þó ekki réttarsáttir í eiginlegum skilningi,
þar sem deiluefninu sjálfu er ekki lokið að neinu leyti.
Eru slíkar sáttir báðar reglum réttarfarsins. Eftir því sem
við á, er þó spurning, hvort elcki megi beita reglum um
réttarsáttir um slíkar millisáttir, t. d. um að ákvæði um
málskostnað, sem vera kann í slíkri sátt, sé aðfararbæft
o. s. frv.
6.8. Bráðabirgðasáttir. Þá er átt við það, að sátt sé
gerð með skilyrði, sem á að koma fram, áður en máli
lýkur. Barnið A krefst þess t. d. í dómsmáli, að B verði
dæmdur faðir og meðlagsskyldur. B hefur uppi þær varn-
ir, að Ihann geti ekki verið faðir. Aðilar geta þá gert sátt
um meðlag, sem greiða skal strax, þar til B sanni mál
sitt með ákveðnum liætti, t. d. með blóðrannsókn, og er
þá málinu frestað á meðan. Slík sátt er ekki réttarsátt,
þar sem deilumáli lýkur elcki að neinu leyti. Á hinn bóg-
inn gætu bæði dómstóll og aðilar haft hag af slikri sátt.
Er iþví sennilegt, að slík sátt sé levfileg og aðfararhæf,
samkvæmt svipuðum meginsjónarmiðum og eiginleg
réttarsátt.
6.9. Aðeins er um réttarsátt að ræða, þegar sætzt er á
deiluefnið sjálft að nokkru leyti eða öllu. Samningur um
málflutningsrfirlýsingar, fresti, varnarþing o. s. frv., án
þess að deilur haffi orðið, eru réttarfarssamningar en ekki
réttarsaitir og lúta öðrum reglum, eins og að framan er
rakið.
32
Tímarit lögfræðinga