Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 40
res judicata (þ. e. að áfrýjunarfrestir séu liðnir), verður
héraðsdómi liins vegar alls ekki hnekkt (nema ef til vill
með endurupptöku), og er þá máli lokið í öllu tilliti. Er
því ekki unnt að leyfa sátt úr þ\rí.
7.0.
7.1. Gagnstætt þvi, sem um réttarfarsathafnir vfirleitt
gildir, en í samræmi við reglur samningaréttar um sáttir
almennt, má hinda réttarsáttir skilyrðum, sbr. 5. gr. laga
nr. 19/1887.
Efnishlið sáttarinnar vegur hér meira en hin réttar-
farslega hlið hennar. Skilvrt sátt er að vísu ekki jafn
góð og skilyrðislaus sátt, en þó talin betri en að málið
haldi áfram, jafnvel þótt slik sátt geti valdið nokkrum
erfiðleikum. A hinn bóginn krefst réttaröryggið þess, að
skilvrðum séu nokkur takmörk sett, einkum vegna þess,
að önnur regla gæti skapað of mikla óvissu og fyrirhöfn
í meðferð dómsmála, en aðilar eiga ekki að hafa það tak-
markalaust á valdi sínu að baka dómstólum aukin réttar-
farsþyngsli. Skilvrði verður þvi sennilega að vera nokkuð
glöggt og nægjanlega ákveðið og háð takmörkunum i
fyrirsjáanlegri framtíð þannig, að það sé annað livort
bundið við tíma eða atburð, sem gerist í náinni framtíð.
Sumir halda því fram, að atburður, sem skilyrði bvggist
á, verði einnig að vera í vissum eðlilegum tengslum við
málið. Samkvæmt því mætti t. d. ekki binda greiðslu-
skvldu í venjulegu skuldamáli því skilyrði, að eldgos verði
í ákveðnu eldfjalli innan tiltekins tíma. Réttarsátt getur,
ef þessa er ekki gætt, orðið óvirk, enda þótt hún að öðru
levti geti verið gild milli aðila sem samningur. Hins vegar
er sennilega almennt ekki unnt að taka tillit til forsendna
aðila, sem ekki koma fram í sáttinni sjálfri. Að öðru
leyti má binda sáttir bæði lausnar- (resolutiv) og frests-
(suspensiv) skilyrðum. Algengasta skilyrðið er sjálfsagt
það, að afturkalla megi sáttina innan viss frests. Þá er
ætlunin oftast sú, að sáttin verði þá fyrst virk, þegar
34
Tímarit lögfræðinga