Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 46
aðilahæfi til að flytja mál um spursmál, 3ivort liann sé
aðilahæfur eða ekki, ef deilur rísa um það. Þnú gæti t. d.
A, sem höfðað hefur mál á aðilahæfislausan B sjálfsagt
gert réttarsátt við B, þar sem A féllist á að falla frá kröfum
sínum og láta málskostnað falla niður.
Hafi aðila skort aðilahæfi við gerð sáttar, er ta’ ð, að
staðfesta megi slíka sátt eftir á, ef hann hefur þá öðiazt
aðilaliæfi. Ef lilutafélag, sem ekki liefur enn verið skráð,
gerir réttarsátt, þá er hún að vdsu óvirk, en staðfesta má
hana formlaust eftir á, ef hlutafélagið hefur þá verið
skrásett og þarf staðfestingin sennilega ekki að fara fram
fyrir dómi til þess að öðlast gildi, en réttarfarsverkanir
hefur liún þá fvrst, ]>egar hún er liöfð uppi fyrir dómi.
9.2.2. Málflutningshæfi og ráðstöfunarh. íi á réttind-
um þeim, sem krafa málsins varðar (gerhæ i), falla vfir-
ieitt saman hverju sinni, shr. 5. gr. laga nr. 61/19-Í2. Þau
tilvik yrðu því mjög sjaldgæf, þar sem aðili hefði ger-
hæfi til sáttar, en brvsti málflutningshæfi til hennar
(sennilega aldrei vicc vcrsa). Þó má hugsa sér tilfelli,
iþar sem aðili iiefði gerhæfi, en skorti málflutningshæfi,
sbr. Hrd. 1969, bls. 972. Þegar svo er komið, að ljóst er,
að aðila skortir málflulningshæfi, en liafi þeim aðila samt
verið heimilað að gera réttarsátt, er þrátt fyrir það, senni-
lega engin ástæða til þess að heimila ógildingu á þeirri
sátt, ef hún er gild að efnislegum rétti.
Sátt, sem ólögráðamaður befur gert, má staðfesta síðar
formlaust. Ef ólögráðamaður liefur bæði gert sátt um
atriði, sem bann mátti gera sátt um, svo og önnur atriði,
þá er síðari hluti sáttarinnar ógildanlegur eða jafnvel
sáttin öll. Hvort svo er, verður að dæma eftir venjulegum
reglum um forsendur.
9.2.3. Um það hefur verið deilt, hvort lögráðamaður
iiefði rýmri iieimild til að gera réttarsátt, heldur en hann
ella hefði haft á borgaralega sviðinu. Sé farið eftir kenn-
ingum þeim, sem nefndar voru i 4.1.2. og 4.1.3. hér að
ofan, þá er svarið einfalt, þar sem heimild lögi'áðamanns
40
Timarit lögfræðinga