Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Qupperneq 55
að leita réttar síns fyrir héraðsdómi, sbr. Hrd. 1968, bls.
1267 og 1269. Hins vegar er það meginregla, að hliðsettur
dómari getur ekki dæmt um gerðir annai's héraðsdómara.
19. gr. laga nr. 85/1936 og 5. gr. laga nr. 19/1887 eru á
þessu byggðar, og verður að túlka þær þannig:
Ef aðili vill láta taka tillit til málsástæðna gegn gildi
réttarsáttar, byggðar á því, að héraðsdómari hafi farið
rangt að eða vanrækt skyldur sínar í sambandi við hana,
þá er eina ráðið fvrir þann aðila að reyna málsskot, þ\á
að hliðsettur dómari getur ekki fellt dóm um gerðir ann-
ars liéraðsdómara. Astæður gegn gildi sáttar, byggðar á
því að dómari hafi verið vanihæfur, ekki gegnt skyldum
sínum, þ. á m. leiðbeiningarskyldu sinni, að hann hafi
með ólögmætu móti þvingað fram sáttir o. s. frv., verða
því ekki bornar undir hliðstæðan dómara i því skyni að
fá þær úr gildi felldar. Telja verður það sama gildi, ef
þvi er haldið fram til ógildingar sáttar, að héraðsdómari
hefði ekki gætt þeirra réttarfarsskilyrða, sem honum hefði
borið að rannsaka og gæta ex officio, jafnvel þótt liéraðs-
dómari hafi ekki tekið afstöðu til slíkra atriða í formleg-
um úrskurði.
Annað atriði er það, að vöntun á réttarfarsskilyrðum
veldur sjaldan ógildi réttarsáttar, sbr. 9.O., og mistök
dómara, sem engin áhrif liafa haft á efni sáttarinnar, eru
ekki til þess fallin að valda ógildingu hennar. Það skiptir
því miklu máli, á livaða ástæðum ógildingarkrafa er
reist. Hafi t. d. 10 ára gamail maður gert réttarsátt, þá
væri hugsanlegt að málssóknin væri eingöngu á því
byggð, að 10 ára gamall maður mætti ekki gera samninga
(þá ber héraðsdómara úrlausnarefnið), en á liinn bóginn
gæti einnig verið, að málssóknin væri á því reist, að aug-
ljóst hefði verið, að 10 ára gamall maður væri ekki mál-
flutningshæfur og héraðsdómari hefði þess vegna ekki
átt að leyfa sátt (þá er sennilega málsskot eina leiðin).
í sumum tilvikum væri e. t. v unnt að kæra héraðsdómara
skv. lokaákvæði 21. gr. laga nr. 57/1962 vegna mistaka
Tímarit lögfræðinga
49