Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Qupperneq 58
fram, benda á, að ástæður til ógildingar séu ávallt þær,
að málinu sé ekki lokið, eins og aðilar höfðu þó búizt við.
Málinu sé aðeins lokið með íþeim fyrirvara, að sáttin sé
gild. Þess vegna sé gamla málið enn við lýði, þegar svo
standi á, en það standi aftur i vegi fyrir þvi að höfða
megi nýtt mál. Viðurkenningarmál megi hetdur ekki
höfða, þegar af þeirri ástæðu, að til þess skorti lögvarða
hagsmuni.
Bent hefur verið á, skoðun þessari til stuðnings, að mál-
ið verði áfram hjá sama dómara. Sé það kostur, m. a.
vegna þess, að hann sé gjörkunnur málinu. Þessi leið
hefur óneitanlega kosti, en hitt er þó talið almennt vega
meir, að mál sé endanlega úr sögunni eftir að sátt hefur
verið gerð og án tillits til þess, hvort hún kunni að hafa
verið haldin ógildingarástæðum eða ekki.
13.0.
13.1. Nokkur réttaróvissa hefur ríkt um það, hvort
heimilt sé að gera réttarsátt um viðurkenningarkröfur,
einkum um viðurkenningu á veðrétti og löghaldi.
Hefur því verið haldið fram, að með því móti væri með
auðveldum hætti unnt að ganga á rétt 3ja manns. Einnig
hefur verið á það bent, að sumir veðréttir stofnuðust að-
eins, ef þau atvik væru fyrir liendi, sem lögin nefndu.
Yrði því dómari ávallt að prófa, hvort slik lagaskilyrði
væru fyrir hendi. Af þeim sökum væri ekki unnt að
gera réttarsátt um slika veðrétti, þar sem dómari gerði
ekki sjálfstæða prófun á lagaskilyrðum, ef um réttarsátt
væri að tefla.
5. gr. laga nr. 85/1936 er á þvi reist, að sátta þurfi að
leita í langflestum málum, einnig í viðurkenningarmál-
um, sbr. 2. mgr. 5. gr. eml. og 11.—14. tl. 3. mgr. 5. gr.
sömu 'laga (sjá einnig Einar Arnórsson, „Dómstólar og
réttarfar“, hls. 123, og „Almenn meðferð einkamála í
héraði“, hls. 44).
Almennt er það ef til vil'l rétt, að réttarsáttir séu nokkuð
52 Tímarit lögfræðinga