Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 62
kynni að vera rikari ástæða fyrir dómara að benda aðil-
um á öflun gagna og skýringa, ef gera á réttarsáttir um
forgangsveð. Um skyldur dómara i sambandi við réttar-
sáttir vísast til 8.0.
14.0.
14.1. Ef um venjulegt aðilasamlag er að ræða, sbr.
47. gr. laga nr. 85/1936, getur hver aðili sem er gert sátt
fyrir sjálfan sig. Hver aðili sem er, getur gert sátt við
stefnanda (stefnda) á þann hátt. sem honum sýnist. Jafn-
framt er leyfilegt, að sumir aðilar samlags geri réttarsátt,
en dómur gangi að þvi er hina varðar, sem ekki vilja
gera sátt. Ef lánardrottinn gerir sátt við aðalskuldara,
þar sem hann fellur frá kröfu sinni, þá er krafan senni-
lega oftast fallin niður gagnvart ábvrgðarmanni, ef hann
var ekki aðili dómsmálsins. Sé hins vegar slík sátt gerð við
ábyrgðarmann, þá er ekki þar með sagt, að krafan sé
niður fallin á hendur aðalskuldara. Slík atriði verða
annars að fara eftir túlkun sáttarinnar hverju sinni.
Ef um venjulegt aðilasamlag er að ræða og sumir aðilar
mæta ekki, þá geta þeir, sem mæta, gert sátt fyrir sjálfa
sig (og þá, sem þeir hafa umboð til að gera sátt fvrir),
en útivistardómur gengur þá á hina, ef þess er krafizt.
14.2. Ef um er að ræða samlag skv. 46. gr. laga nr.
85/1936, þá verður aðeins ein sátt gerð. Hvort allir verða
að standa að henni eða ekki, fer hins vegar eftir heimild
þess, sem sátt gerir hverju sinni.
í bundnu aðilasamlagi, skv. 46. gr. eml., hafa hins vegar
þeir, sem mæta, sennilega umboð til þess að gera réttar-
sátt fyrir hina, a. m. k. fjallar 46. greinin um það, að þeir
sem mæti hafi heimild til „að skuldbinda hina“. Þess
ber að geta, að réttarstaða þeirra sem ekki mæta, getur
versnað mjög, ef sá, sem mætir, má gera sátt. Er því
hugsanlegt, að 46. gr. eml. eigi aðeins við um réttarfars-
athafnir. I merkjadómi Reykjavákur var gerð svofelld
sátt á árinu 1965:
,56
Tímarit lögfræðinga