Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 66
Flestir halda þvl fram, að 3ji maður hafi þá sjálf-
stæðan rétt til að gera aðför samkvæmt réttarsáttinni.
Er bent á, að varla sé unnt að tala um réttarsáttir til
Ihagsbóta fyrir 3ja mann, heldur sé réttarsáttin þá venju-
legur 3ja manns gerningur, en þegar um 3ja manns gern-
inga er að tefla, er talið, að 3ji maður hafi sjálfstæðan rétt
á hendur loforðsgjafa. Því er haldið fram, að slík regla svari
vel til hinnar raunverulegu þarfar og geti einfaldað eða
komið í veg fyrir dómsmál. Sem dæmi um slíka sátt má
nefna það, að hjónin A og B gera sátt í hjúskaparmáli, þar
sem m. a. eru ákvæði um greiðslur handa börnum. A hinn
bóginn er þeirri skoðun haldið fram, að 3ji maður ætti því
aðeins að hafa sjálfstæðan rétt til aðfarar, að hann hafi
verið aðili að réttarsáttinni. Þá er bent á, að ef veita ætti
3ja manni sjálfstæðan rétt til aðfarar i öðrum tilvikum,
mundi það geta haft i för með sér mikla óvissu og vafa,
t. d. um það, hvort 3ji maður ætti yfirleitt sjálfstæðan
rétt samkvæmt sáttinni (þ. e. hvort um eiginleg 3ja manns
loforð væri að ræða) eða hvort það hefði verið tilgangur
aðila, að veita 3ja manni sjálfstæðan rétt til aðfarar. Gæti
skuldari til dæmis hæglega borið fyrir sig þessar varnir
við aðför.
Reglan um, að 3ji maður eigi yfirleitt að hafa sjálfstæð-
an rétt til aðfarar eftir réttarsátt, sem geymir 3ja manns
loforð, heíur því einnig veigamikla ókosti í för með sér.
Á meðan íslenzk lagaboð gefa ekki vísbendingu í þessu
efni né heldur dómsúrlausnir, þá verður ekki fullyrt, hvor
leiðin yrði hér valin, sjá þó sátt þá, sem rakin er i 6.4.
15.4. Ef þriðji maður gerist meðalgöngumaður í máli,
þá geta aðilar máls gert sátt sin á milli engu að síður,
a. m. k. ef meðalgöngumaður mótmælir ekki sáttinni.
Meðalgöngumaður getur og gert sátt við stefnanda og/eða
stefnda. Hins vegar getur stefnandi eldvi gert réttarsátt
við réttargæzlustefnda, án þess að stefndi komi þar nærri,
þar sem réttargæzlustefndi er ekki aðili og sátt bindur
þvi ekki enda á deiluefni aðila. Á hinn bóginn getur réttar-
60
Tímarit lögfræðinga