Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 67
gæzlustefndi verið aðili réttarsáttar og fer þá að öllu leyti
um réttarstöðu hans eftir þeim reglum sem lýst var í 15.1.
16.0.
16.1. Ef deilumál rísa á milli aðila í sambandi við
aðför, þá er aðilum leyfilegt að gera réttarsátt um það
deilumál hjá fógeta. Verður sú sátt þá aðfararhæf, ef
eitthvað er aðfararhæft í efni hennar.
Við aðför geta aðilar einnig gert sátt um sjálfan aðfarar-
grundvöllinn (dóminn o. s. frv.) og breytt honum að vild.
Réttarsátt getur hér orðið ógild af sömu ástæðum og að
framan hafa verið raktar, og sátt verður ógilt með venju-
legum hætti. 'Hvers kyns sáttir eru leyfilegar (allsherjar-
sáttir, hlutasáttir o. s. frv.) og 3ji maður getur orðið aðili
sáttar með venjulegum hætti. Það er athugunarefni, hvem-
ig með skuli fara, ef báðir aðilar eiga að inna einhverjar
skyldur af hendi i dómssátt, t. d. éf A lofar því í sátt að
rýma tiltekið húsnæði fyrir ákveðinn tíma gegn því, að
B útvegi A aðra íbúð innan sama frests eða að A lofar
að greiða tiltekna fjárhæð á ákveðnum tíma, gegn því að
B inni eitthvað af höndum innan sama tíma. Þegar svo
stendur á, verður að athuga, hvort greiða eigi greiðsl-
urnar óháðar hvorri annarri. Fer það eftir túlkun sáttar-
innar hverju sinni. Hugsanlegt er, að í sáttinni sé ákvæði
þess efnis, að greiðslur skuli inna af höndum án tillits
til hvorrar annarrar. Getur þá t. d. B látið rýma húsnæð-
ið að fresti liðnum án tillits til þess, hvort hann hafi
sjálfur uppfyllt sínar skvldur. Enn fremur getur efni
sáttarinnar að öðru leyti bent til þess að inna megi greiðsl-
urnar af höndum óháðar hvor annarri. Túlkun sáttarinnar
verður að 'byggjast sem mest á efni hennar sjálfrar, en
ekki á forsendum aðila.
Ef ekkert er tekið fram í sáttinni, eða túlkun hennar gef-
ur ekkert sérstakt tilefni til annars, ber að skýra hana svo,
að greiðslur séu hvor annarri háðar, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga
nr. 19/1887. Það þýðir að vísu, að sáttin verður ekki eins
Tímarit lögfræðinga
61