Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 71
til grundvallar og t. d. aðeins dæmd sú fjárhæð, sem utan-
réttarsáttin Iiljóðar á.
Dæmi: A og B eru í ináli. Þeir gera utanréttarsátt um
það, að B skuli aðeins greiða 50% stefnukröfunnar. A
krefur engu að síður um kröfuna alla, en B skirskotar
til utanréttarsáttarinnar. Elf B tækist að sanna efni þeirrar
sáttar, yrði hann aðeins dæmdur til þess að greiða 50%
af kröfunni. Hafi A hins vegar gert utanréttarsátt við B
um að falla frá kröfum sínum að öllu leyti, en gerir það
svo ekki í sjálfu dómsmálinu, jæði að sýkna B, ef hann
krefst þess í dómsmálinu að því tilskyldu, að hann sann-
aði sáttina.
18.2. Athyglisvert er ákvæðið í 2. mgr. 478. gr. dönsku
einkamálalaganna, en hún hljóðar svo í lauslegri þýðingu:
„Enn fremur getur utanréttarsátt um gjaldfallna skuld
orðið aðfarargrundvöllur, þó með ‘þvi skilyrði, að svo sé
sérstaklega um samið að gera megi fjárnám, ef vanefnd
verði og að kostnaðar sé getið með ákveðinni fjárhæð“.
Akvæði þetta var lögtekið árið 1952. Það tekur einungis
til skulda, sem þegar eru gjaldfallnar, þegar sáttin er gerð.
Þá má gera sátt utanréttar um skuldina og ef hún full-
nægir þeir skilyrðum, sem áðurgreint ákvæði setur, þá
er sáttin aðfararhæf.
Þessar sáttir verður að gera skriflega og þær verða
að liggja fyrir viðurkenndar eða undirritaðar af skuldara.
Hins vegar tþarf ekki undirskrift vitundarvotta eða stað-
festingu opinbers aðila.
Eins og áður segir, þarf skuld sú, sem sáttin er gerð
um, að vera í gjalddaga fallin. Þetta skilyrði er nauð-
synlegt, til þess að unnt sé að koma í veg fvrir að samið
sé um aðfararhæfi skuldar i venjulegum afborgunarkaup-
um eða skuldabréfum. Á hinn bóginn er ekkert því til
fyrirstöðu, að gjaldfrestur sé veittur í þessum sáttum.
Það er skilyrði, að allur sá kostnaður, sem fallið hefur
á skuldina, sé tiltekinn í krónutölu í sáttinni. Hins vegar
getur fógeti ákvarðað annan kostnað, sem kann að hafa
Tímarit lögfræðinga
65