Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Qupperneq 72
fallið á, eftir að sáttin var gerð. Það er nauðsynlegt, að
það komi skýrt fram í sáttinni, að íhún sé aðfararhæf
og hún er aðeins aðfararhæf gegn þeim, sem slikt aðfarar-
liæfi tekur til. Loks er talið, að ákvæðið taki aðeins til
sátta um peningagreiðslur. Framangreint ákvæði dönsku
einkamálalaganna er merkileg fyrir þá sök, að hér er
venjulegri utanréttarsátt um skuld veitt aðfararhæfi.
18.3. í framhaldi af þessu má geta heimildarinnar í
3. gr. 6. tl. norsku aðfararlaganna frá 13. ágúst 1915 nr.
7. Þar er að finna heimild fyrir ýmsar banka- og lána-
stofnanir til að láta gefa út sér til handa sérstaka tegund
skuldabréfa, sem hljóða á ákveðna fjárhæð og er með
tilteknum gjalddaga. Þetta bréf er aðfararhæft, ef ákvæði
eru í bréfinu þess efnis. Bréfið er að sjálfsögðu aðfarar-
hæft gegn aðalskuldara, en einnig gegn sjálfskuldar-
ábyrgðarmanni, ef þvi er að skipta.
Þessi bréf þurfa enga sérstaka staðfestingu opinberra
aðila eða vitundarvotta til þess að öðlast aðfararhæfi.
Ef bréf þessi eru hins vegar gefin út til annarra aðila
en bankastofnana og lánastofnana, þá þarf notarius
publicus (og stundum nægir staðfesting annarra) til þess
að bréfið geti orðið aðfararhæft.
Þetta ákvæði norsku laganna á sér nokkurn sögulegan
aðdraganda. Ýmsar stofnanir virðast áður hafa útvegað
sér aðfararlieimild með þvi að hafa fast ákvæði i skulda-
hréfum þess efnis, að skuldari veitti tilteknum manni
umboð til að gera réttarsátt fyrir sig siðar, ef vanskil
kvnnu að verða. Þessi umboðsmaður var venjulega starfs-
maður lánastofnunarinnar og á þennan hátt gat sú lána-
stofnun, sem í hlut átti, öðlazt aðfararhæfa réttarsátt á
mjög hraðvirkan hátt. Þessi meðferð mála var að lokum
hönnuð í Noregi, en tilvitnað ákvæði tekið upp þess i stað.
Aðurgreind skuldabréf hafa þó ekki að öllu leyti sömu
álirif og sátt eða dómur, þar sem varnir komast að gegn
skjalinu.
Ákvæði þetta gengur miklu lengra en svipuð ákvæði í
66 Tímarit lögfræðinga