Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 73
15. gr. laga nr. 29/1885, 3. og 4. tl. 478. gr. dönsku réttar-
farslaganna og 791. gr. þýzku réttarfarslaganna.
18.4. Svíar hafa nokkur sérkennilegar reglur um réttar-
sáttir. Aðilar geta gert sátt í dómsmálinu og lokið því þann-
ið. Hins vegar verður slík sátt ekki aðfararhæf. Til þess að
svo megi verða, þurfa aðilar að fara þess á leit við dóminn,
að sátt verði staðfest. Dómurinn fellst ekki á slika stað-
festingu, nema skilyrði til sáttarinnar hafi verið fyrir
hendi. Ef svo er, iþá gengur venjulegur dómur (staðfest-
ingardómur), og er hann þá í samræmi við sáttina. Slíkur
dómur hefur sömu áhrif og dómar yfirleitt.
19.0.
19.1. Ef ekkert er tekið fram í réttarsátt um máls-
kostnað, má venjulega skýra það svo, að hvor aðili um
sig eigi að hera sinn kostnað af málinu. Hugsanlegt er,
að aðilar geri sátt ium öll deiluatriði önnur en máls-
kostnað og skjóti þeim þætti undir úrskurð dómara. Er
þá spurning, eftir hvaða sjónarmiðum dæma skuli máls-
kostnað. Kemur þá annars vegar tii álita að dæma málið
eftir þvi, hvernig það hefði farið, ef það hefði haldið
áfram, en hins vegar kæmi til álita að hafa einungis það
í huga, hvernig sáttin varð í raun og veru.
Oftast er litið svo á, að dómari eigi að hafa hliðsjón
af hvoru tveggja og alltaf eigi að dæma málskostnað
með hliðsjón af þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu,
þ. e. ekki á að halda máli áfram og afla gagna einungis
vegna málskostnaðar.
Ef aðilar vilja láta það vera á valdi dómara að ákveða
málskostnað, þá verður krafa um það að koma fram strax
og sáttin er gerð, annars er slík krafa of seint fram
komin.
1 hæjarþingsmáli nokkru var gerð sátt á árinu 1967,
sem snertir þetta efni. Er hún svohljóðandi:
„Málsaðilar eru sammála um, að sök beri að skipta í
máli þessu. Stefndu, AjA. og B.B. h.f., samþykkja að greiða
Tímarit lögfræðinga
67