Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 74
stefnanda, C.C., sem fullnaðarbætur á tjóni hans kr.
80.000.00 og kr. 10.000.00 upp í málskostnað.
Skipaður talsmaður stefnanda samþykkir framboðnar
greiðslur úr hendi stefndu, en krefst þess jafnframt, að
dómarinn kveði á um talsmannslaun sin, sbr. reikning,
sem lagður var fram í dag.
Samkvæmt þessu er málið tekið til úrskurðar eða dóms
um framkomna kröfu skipaðs talsmanns stefnanda“.
Nokkrum dögum síðar gekk úrskurður í þessu máli,
þar sem málssóknarlaun talsmanns stefnanda voru ákveð-
in kr. 18.500.00.
Spurning er, hvort ekki hafi verið réttara að láta dóm
ganga um málskostnaðinn i stað úrskurðar.
í sjó- og verzlunardómsmáli, sem nýlega lauk með
réttarsátt, lagði dómurinn til ákveðna sáttatillögu um
stefnukröfuna, en bauðst til að taka málskostnaðinn sér-
staklega til úrskurðar, ef aðilar næðu ekki samkomulagi
um hann. Til þess kom þó ekki, en samkvæmt framan-
sögðu, verður að teljast heimilt og eftir atvikum heppi-
legt að leggja fram slík sáttatilboð til þess að auðvelda,
að sáttir náist.
HEIMILDIR
1. Den norske process. A. Schweigaard 1891.
2. Historisk indledning til den gamle og nye islandske
rættegang, bls. 57.
3. Den extraordinære civilprocess, J. H. Deuntzer.
4. Finlands gallende civilprocessrátt, R. A. Wrede. 1910.
5. Die Vollstreckung aus dem Vertrage zugunsten Dritter,
Juristenzeitung nr. 21, 1969, Dr. W. Gerhard.
6. Der Prozessvergleich, Paul Bonin.
7. Rheinische Zeitschrift 1917/1918, bls. 169, G. Wurzer.
8. Privatrecht und Prozessrecht, Neuner R., 1925.
9. Förlikning i tvistemaal 1958, S. Larson.
10. Zivilprozessrecht, Lent-Jauernig 1966.
11. Tvistemaal, S. Hurwitz og B. Gomard.
12. Kommenteret retsplejelov, B. Gomard, V. Hansen, S.
Hurwitz.
68
Timarit lögfræðinga