Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Side 76
Frá sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur
Nokkrir dómar Sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur 1964.
(Frh. 2. h. 1970).
Bótaábyrgð útgerðarmanns — fyrirvari í farmskírteini.
Trj'ggingafélagið S höfðaði mál á hendur skipafélaginu
J h.f. Gerði vátryggingafélagið þær kröfur, að skipafé-
lagið J h.f. yrði dsemt til að greiða því rúmlega 1.8 milljón-
ir króna ásamt vöxtum og kostnaði. Hið stefnda skipa-
félag krafðist sýknu og málskostnaðar.
Málavextir voru í stórum dráttum þeir, að i júnimánuði
1960 sigldi m.s. D með freðfisk til nolckurra Evrópuhafna
og lestaði þar jafnframt vörur, er fluttar skyldu hingað
til lands.
Síðasta fermingarhöfn skipsins var Anhverpen, en
þangað koni skipið að kvöldi liins 24. júni. Var þá þegar
hafin ferming skipsins og henni lokið kvöldið eftir. Þvi
næst var sjó dælt samtímis í tvo kjölfestutanka. Tóku þeir
samtals 25 tonn. Hins vegar var engu dælt í kjölfestuhylki
nr. I, sem tók 19 tonn og lá næst fyrir framan réttarhylk-
in, allt að stafnhylldnu, sem tók um 30 tonn, en var einnig
tómt. Skuthylkin, stjórnborðs- og bakborðsmegin, voru
full. Oliutankar skipsins voru fjórír. Lágu þeir undir lest
nr. II um og aftan við mitt skip, tveir í hvort borð. Tók
hvor þeirra um 12y2 tonn, og voru þeir fullir.
Lestar skipsins voru fullar af farmi, en auk þess var
talsverður þilfarsfarmur á skipinu.
Að fermingu lokinni i Anhverpen hélt skipið leiðar
sinnar niður fljót nokkurt heim á leið. Er skemmst af
þsú að segja, að um kvöld hins 28. júni 1960 byrjaði skipið
70
Tímarit lögfræðinga