Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 78
andi greitt farmeigendum tjón jjeirra. Taldi stefnandi sig
þvi hafa eignazt allan bólarétt farmeigendanna á liendur
stefnda, enda hefðu farmeigendur berum orðum framselt
stéfnanda slikan rétt um leið og þeir hefðu kvittað fyrir
'bótum.
Stefnandi byggði dómkröfur sinar á þvi, að ni.s. D
hefði farizt vegna þess, að það liafi verið ranglega fermt.
Orsök hinnar röngu hleðslu liafi verið sú, að fyrsti
skipstjórinn, áðurnefndur IM, og ef til vill fleiri fyrrver-
andi skipstjórar m.s. D hafi látið undir liöfuð leggjast að
kynna þeim mönnum, sem í síðustu ferð skipsins höfðu
stjórn þess með liöndum, þau fvrirmæli skipasmíðastöðv-
arinnar um hleðslu skipsins, sem skipstjóranum IM voru
fengin i upphafi. Taldi stefnandi, að þessi vanræksla um
að skýra eftinnönnum frá lileðslufyrirmælum skipasmiða-
stöðvarinnar væri með þeim hætti, að 13. gr. sig'lingalaga
nr. 56/1914 tæki tii liennar. Stefnandi taldi þó, að að þvi
leyti sem bótala-afa stefnanda væri bvggð á þessu ákvæði,
ábvrgðist stefndi hana einungis með skipi og farmgjaldi
samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 236. gr. siglingalaganna. Vegna
238. gr. söniu laga kæmi sjóveðréttur i skipinu ekki framar
til álita. Hins vegar leiddi 210. gr. sömu laga til þess, að
stefndi hæri ábvrgð með þeirrí fjárhæð, sem hann hefði
veitt viðtöku vegna flutnings vara i þessari hinztu ferð
m.s. D. Samkvæmt upplýsingum stefnda næmi sú fjárhæð
kr. 172.650.27.
Stefnandi taldi sig samt sem áður ekki þurfa að sætta
sig við, að ábvrgð stefnda á bótakröfunni væri takmörkuð
með þessum Iiætti, þar sem upphaflegi skipstjórinn, IM,
befði ekki einungis tekið við lileðslufyrirmælum skipa-
smíðastöðvarinnar sem skipstjóri, heldur einnig sem sér-
stakur trúnaðar- og eftirlitsmaður skipseigandans við
smiði skipsins. Vanræksla IM um að kynna eftirmönnum
sínum í þjónustu stefnda fyrirmæli þessi, bakaði þvi
stefnda fulla fébótaáb\Tgð, sem ekki takmarkaðist af
ákvæðum 13. gr., sbr. 4. U. 1. mgr. 236. gr. siglingalag-
72
Tímarit lögfræðinga