Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Blaðsíða 82
áhöfn hafi verið ólögleg né heldur það, að lestaumbún-
aði hafi verið áfátt.
Samkvæmt framansögðu var stefndi að fullu sýknaður
af kröfum stefnanda, en málskostnaður var látinn falla
niður.
(Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavíkux 27. apríl 1964).
Riftun kaupa — haffæri skips.
Á höfðaði mál gegn S. Gerði liann þessar dómkröfur:
að stefndi yrði dæmdur til að þola riftun á sölu m.b. U,
VB 52, ásamt fylgifé samkvæmt afsali, dags. 24. janúar
1963 — að stefndu yrði gert að endurgreiða stefnanda
kr. 160.092.92, er hann hafi greitt i peningum upp í kaup-
verð fyrrnefnds háts — að stefndu yrði gert að afhenda
stefnanda skuldahréf að fjárhæð kr. 320.000.00, sem stefn-
andi greiddi upp í kaupverðið — að stefndi vrði dæmdur
til að afhenda stefnanda kvittað skuldabréf að fjárhæð
kr. 198.000.00, sem hann liafi gefið út til stefnda sem
greiðslu upp í kaupverðið. Loks krafðist stefnandi máls-
kostnaðar.
Stefndi krafðist sýknu svo og málskostnaðar.
Málavextir voru þeir, að í janúamiánuði 1963 festi stefn-
andi kaup á m.h. U, eign stefnda. Bátur þessi var úr tré,
smíðaár 1947. Þann 2. janúar 1963 skoðaði stefnandi bát-
inn, þar sem hann var í slipp í Vestmannaeyjum. Siðar i
janúai- jietta sama ár voru kaupin síðan ráðin, en i fyrir-
svari um kaupin af hálfu stefndu var B lögfræðingur.
Þann 24. janúar 1963 gaf stefndi út afsal fyrir hátnum til
stefnanda og voru kaupskilmálar greindir þar. Kaupverð
bátsins í afsalinu var ákveðið 1.260.000.00, og skyldi kaup-
verðið greiðast þannig, að stefnandi átti að taka að sér
greiðslu nánar tilgreindra skulda, en að öðru leyti að
greiða kaupverðið með skuldabréfum og peningum. Meðal
fyrrgreindra skulda, sem stefnandi tók að sér að greiða,
var skuld við Fiskveiðisjóð Islands að fjárhæð kr.
140.000.00, og kemur skuld þessi \ið sögu síðar.
Um kaupskilmálana sagði m. a. á þessa leið: „Báturinn
76
Tímarit lögfræðinga