Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Síða 83
selst í haffæru standi, en að öðru leyti í þvi ástandi, sem
hann nú er í og kaupandinn hefur mjög rækilega kynnt
sér og sætt sig við í einu og öllu, undantekningarlaust,
einnig hvað fylgifé bátsins snertir. Skal allt hið selda af-
hent í liöfninni í Vestmannaeyjum svo fljótt sem unnt er,
og ætti það að geta orðið nú næstu daga, eins og kaupandi
hefur kynnt sér“.
Á vegum stefnda fór fram viðgerð á umræddum bát i
Vestmannaeyj um og var viðgerð þessi hafin, þegar stefn-
andi kom til Vestmannaeyja þann 2. febrúar 1963 til að
veita bátnum móttöku ásamt mönnum þeim, sem hann
hafði ráðið til starfa á bátnum. Hins vegar varð nokkur
dráttur á, að viðgerð lyki og báturinn afhentur stefn-
anda. Eftir korauna til Vestmannaeyja fylgdist stefn-
andi með viðgerð bátsins, að minnsta kosti að einhverju
leyti, unz henni lauk. Þann 8. marz 1963 var framkvæmd
aðalskoðun á bátnum og í eftirlitsbók bátsins voru m. a.
gerðar athugasemdir gagnvart búnaði vélarinnar og m. a.
tekið fram, að varahluti vanti, væru ýmist ekki finnan-
legir eða úr sér gengnir. Þá voru einnig gerðar athuga-
semdir um að þilfar miðskips og bakborðsmegin væri
mjög slitið og eigi hægt að komast hjá endurnýjun mjög
bráðlega. Einnig var fundið að nokkrum öðrum atriðum.
Vegna þessara athugasemda sendi stefndi skeyti til
annars skoðunarmannsins, en efni þess var það, að stefndu
lofuðu að nánar tilteknir varahlutir i aflvél bátsins yrðu
útvegaðir, að því er virðist í samræmi við ósk eftirlits-
manna.
Stefndi afhenti þó aldrei varahluti þessa. Þann 12. marz
1963 gaf bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum út haffæris-
skirteini fyrir bátinn. Segir í skirteini þessu m. a. á þá
leið, að það gildi til ársloka 1963, þó þvi aðeins, að skipinu
sé haldið við, svo haffært sé, og þær aukaskoðanir gerðar,
sem ofangreind lög (þ. e. nr. 68 frá 1947) ákveði.
Báturinn var afhentur stefnanda þennan dag.
Af hálfu stefnda voru þrjár ástæður til þess nefndar, að
Tímarit lögfræðinga
77