Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 85
var báturinn tekinn upp í slipp, og var viðgerð enn ekki
lokið, er dómur sjó- og verziunardóms var kveðinn upp
(þ. e. 15. maí 1964).
Umboðsmaður stefnda var inntur eftir þvi, hver ástæðan
hefði verið fyrir þeim drætti, að báturinn yrði tekinn til
viðgerðar. Af hálfu stefnda var bent á, að allar afborg-
anir af láninu til stefnda hefðu falbð í gjalddaga 1. mai
1963 og stefnandi enga möguleika séð til að greiða þær.
í öðru lagi hefði ástæðan verið sú, að stefndi hefði viljað
fá yfirlýsingu frá stefnanda um það, að hann félli frá
riftunarkröfu og hugsanlegri skaðabótakröfu vegna kaup-
anna, ef þeir gerðu við bátinn, en stefnandi hefði ekki
viljað gefa neina yfirlýsingu í þá átt. í þriðja lagi hefði
ástæðan fyrir drættinum á viðgerðinni verið sú, að stefndu
hefðu frétt af tjóni þvi, sem báturinn hafði orðið fyrir í
marz 1963, og að útilokað væri, að báturinn fengi haf-
færisskírteini nema gert væri við það tjón og hefði stefndi
þvi talið, að útgerðin mætti að skaðlausu bíða.
Stefnandi reisti kröfu sína fyrst og fremst á þvi, að
stefndi hafi eigi komið bátnum í haffært ástand, svo sem
tilskilið hefði verið í samningi. Hafi báturinn ekki verið
haffær við afhendingu og stefndi eigi fengizt til að bæta
úr því. Þessu til stuðnings visaði stefnandi til þess, sem
greindi í eftirlitsbók bátsins auk svohljóðandi skoðunar-
gerðar skipasmíðameistara: „Samkvæmt tilmælum Á hef
ég skoðað stýrishús og vélarreisn og þilfar fyrir háseta-
klefa ásamt fl. á m.b. U, VB 52, og komizt að eftirfarandi
niðurstöðu:
1° Öll yfirklæðning á hhðum og gafli á stýrishúsinu
ásamt þakinu er ónýtt.
2° Járn á rennigluggum ónýtt.
3° Þak á vélarreisn ónýtt.
4° Hluti af þilfari yfir hásetaklefa ónýtt“.
Eins og að framan greinir, fór skoðunargerð þessi fram
að beiðni stefnanda og var stefndi ekki viðstaddur hana.
Eigi komu þó fram við munnlegan málflutning nein
Tímarit lögfræðinga
79