Tímarit lögfræðinga - 01.01.1971, Page 88
liaffæru standi“. Hafi stefnanda Ind verið rétt að líta
svo á, að með ákvæði þessu væri tryggt, að ásigkomulag
bátsins yrði við afhendingu slíkt, að það gæfi eigi tilefni
til þess, að á næstunni þyrfti að framkvæma viðgerðir
á bátnum sjálfum eða gera aðrar ráðstafanir til þess að
báturinn fengi eða héldi haffærisskírteini, sem er skilyrði
jjess, að skip megi nota. Samkvæmt þvi yrði að telja, að
stefndi hafi vanefnt þetta ákvæði kaupsamningsins, þar
sem Iiaffærisskirteini bátsins hefði verið þvi skilorði bund-
ið, að framkvæmdar yrðu fljótlega og jafnvel þegar í stað,
eða innan tiltölulega skanuns tíma, þær ráðstafanir, sem
að framan greinir. Þá taldi dómurinn, að skoðunargerðir
áðurnefnds EÞ á því, sem áfátt var talið i eftirlitsbók
skipsins, væri i meginatriðum rétt. Yæri ótvirætt, að veru-
legar fjárhæðir hefðu gengið til að bæta úr framangreind-
um skemmdum, svo og til þess að afla varahluta þeirra,
og annars þess búnaðar, sem getið væri.um í eftirlitsbók-
inni.
Með hliðsjón af því yrði að telja, að þær vanefndir
stefnda, sem nú hefðu verið raktar, hefðu verið það veru-
legar, að stefnanda hefði verið rétt að neita bátnum við-
töku og rifta kaupunum.
Ekki var talin fullnægjandi ástæða til að telja, að stefn-
andi hefði firrt sig riftunarheimild sinni með athuga-
semdalausri viðtöku bátsins út af fvrir sig, enda var á það
bent, að þegar stefnandi liefði veitt bátnum viðtöku, hefði
stefndi beinlinis lofað að bæta úr einu þeirra atriða, sem
fundið hefði verið að i eftirlitsbókinni.
Sannað væri, að stefnandi liefði kvartað við stefnda út
af ásigkomulagi bátsins, er mánuður eða jafnvel tæpur
mánuður hefði verið liðinn frá afhendingu hans. Þá væri og
sannað, að stefnandi liafi krafizt riftunar um miðjan sept-
cmber 1963. Jafnframt vrði að telja, að riftun hefði borið á
góma með aðilum fvrr. Þegar meta ættþhvort riftunarkrafa
stefnanda væri of seint fram komin, bæri sérstaklega að
hafa í lmga, að af hálfu fyrirsvarsmanns stefnda um kaupin
82
Tímarit lögfræðinga