Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 27
Leyfi þetta var veitt, eftir að málið hafði verið þingfest
í uppboðsrétti, en áður en báturinn var sleginn stefnanda.
Um mitt árið 1963 krafði stefnandi stefnda um bætur
fyrir gúmmíbjörgunarbátinn, en þvi var synjað af hálfu
stefnda. I þessu máli krafðist og stcfndi algerrar sýknu.
Stefnandi taldi, að skv. uppboðsauglýsingu og uppboðs-
skiímálum bafi átt að selja v/b H með öllu því sem hon-
um tilbeyrði, þar á mcðal með gúmmíbjörgunarbátnum,
sem í honum hafi verið. Ekki hafi verið minnzt á gúmmí-
björgunarbátinn, er uppboðið fór fram, og bafi bann því
ekki verið undanskilinn við uppboðið. Sem hæstbjóðandi
hafi stefnandi þess vegna orðið eigandi gúmmíbjörgunar-
bátsins, cnda bafi verið tekið fram í uppboðsafsali, að
stefnandi eignist v/b H með öllum sama rétti og fyrri
eigendur hafi átt hann. Stefnandi benti enn fremur á, að
ráðstöfun annars eiganda bátsins til stefnda hafi verið
óbeimil og ólögmæt, þar sem stefndi hafi fcngið gúmmí-
björgunarbátinn eftir að upplioðið bafði verið auglýst.
Stefndi byggði sýknukröfu sína á aðildarskorti. Var það
rökstutt með þeim bætti, að þegar uppboðið á v/b H var
auglýst, liafi báturinn vcrið til viðgerðar bjá stefnanda, og
hafi svo einnig verið, þcgar uppboðið fór fram. Stefnandi
bafi því liaft haldsrétt í v/b H og því, sem bonum bafi
fylgt, til tryggingar greiðslu viðgcrðarkostnaðar. Er
stefndi liafi fcngið leyfi til að taka gúnmiíl)jörgunarbát-
inn úr v/b H, hafi haldsrétturinn fallið niður og þar mcð
allar kröfur stefnanda til hans.
Enn frcmur var á þvi byggt, að stefnandi liafi keypt
v/b H í því ástandi, sem báturinn bafi verið í, er uppboðið
fór fram. Á það var einnig bent, að stefnanda hafi verið
boðsskilmálar til ástands bátsins á þeim tíma, er uppboð
fór fram. Á það var einnig bet, að stefnanda hali verið
um allt þetta kunnugt, þar sem v/b H bafi verið í vörzlum
stefnanda sjálfs.
I forsendum dómsins segir, að uppboðsskilmálar hafi
verið samdir 30. nóvember 1962, en gúmmíbjörgunarbát-
Tímarit lögfræðinga
25