Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 4
hefur því gegnt starfinu nær 36 og % ár, eða lengur en
nokkur annar.
Gizur lauk á sínum tíma prófi i lögfræði með miklum
ágætum, en stundaði síðan framhaldsnám erlendis. Áður
en hann tók sæti í Hæstarétti, sinnti hann ýmsum störf-
um í þágu ríkisins. Hann starfaði m. a. í dómsmálaráðu-
neytinu og var skrifstofustjóri (ráðuneytisstjóri) áður en
hann varð hæstaréttardómari. Þá var ákæruvaldið í dóms-
málaráðuneytinu og starfssviðið víðtækara en nú. Gizur
hefur auk þess, sem að framan er vikið að, starfað mikið
að undirbúningi laga á margvíslegum sviðum og ritað
ýmislegt um lögfræðileg efni. En aðalstarf hans hefur
dómarastarfið verið, og hæfileikar lians koma væntanlega
bezt fram á því sviði, enda bera dómar þeir fjölmargir,
sem hann hefur samið, vott um glöggskyggni hans, þekk-
ingu á lögum og rétti, — innlendum og erlendum — mann-
vit og mikla þekkingu á íslenzku máli, sem löngum hefur
verið honum kært viðfangsefni.
T. B. L.
9
Tímarit lögfræðinga