Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 7
eign o. s. frv.), en með slíkum hugtökum er safnað saman
efnisþáttum, sem eru sameiginlegir mörgum þeim athöfn-
um, tengslum og réttarsamböndum, sem lögin mæla fyrir
um og koma mönnum í. Þannig fjalla þessar ólíku fræði-
greinar, réttarsagan, réttarfélagsfræðin og lögfræðin hver
um réttinn cða réttarkerfið á sinn sérstaka hátt.
Engin skvr og ákveðin mörk skilja að viðfangsefni
þessara fræðigreina og viðfangsefni þau sem fjallað er
um í réttarheimspeki. Þetta á sérstaklega við um hug-
myndakerfið sem notað er í lögfræðinni við að setja rétt-
arreglurnar skýrt fram og kenna þær. En meira að segja
eru sumar sagnfræðilegar og félagsfræðilegar athuga-
semdir nægilega almenns eðlis til þess að réttarheimspek-
ingur getur ekki látið þær óáreittar. Ein leiðin, og senni-
lega sú hagkvæmasta, til að greina á milli viðfangsefna
þessara fræðigreina og réttarlieimspeki, er sú, að segja að í
réttarheimspeki takist menn á við spurningar, sem enn eru
óleystar, þótt fengizt hafi talsverð leikni og kunnátta í
lögum, réttarsögu eða réttarfélagsfræði. Þannig er ekki
nóg að vera góður lögfræðingur, eða réttarsagnfræðingur
eða réttarfélagsfræðingur, maður verður ekki við það eitt
hæfari til að leysa vandamál í réttarheimspeki. Þetta felst
að sjálfsögðu í eðli þeirra spurninga, sem lögfræðin sem
slík og hinar fræðigreinamar geta ekki veitt svör við,
og það er einmitt þetta, sem hér verður að einhverju leyti
reynt að útskýra.
Spurningar þessar hefur Herbert Hart, prófessor í Ox-
ford, flokkað niður í þrjá aðal flokka í grein, sem hann
skrifaði um viðfangsefni réttarheimspekinnar í safnrit
mikið, sem nefnist Encyclopedia of Philosophy og gefið
var út í Bandaríkjunum 1967.2 Tel ég að flokkagreining
þessi sé mjög til glöggvunar, en rétt er að taka það fram,
að bara það að reyna að segja hver séu viðfangsefni réttar-
heimepeki, er í sjálfu sér réttarheimspekilegt viðfangsefni.
Þessir þrír flokkar spurninga, sem Hart setti fram, eru:
1. Spurningar um skilgreiningu eða rökgreiningu bæði
Timarit lögfræðinga
5