Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 20
Frá bæjarþingi Reykjavíkur
Hér á eftir fer reifun nokkurra dóma bæjarþings
Reykjavíkur á árunum 1967 og 1968.
Eins og áður hafa Björn Þ. Guðmundsson og Stefán
M. Stefánsson valið dómana og reifað þá.
Greiðsla meðlags.
M og K i'engu leyli til skilnaðar að borði og sæng með
leyfisbréfi árið 1959. Samkvæmt ákvæðum þess skyldi K
bafa forræði cinkabarns hjónanna, en M greiða með því
meðlag til 16 ára aldurs þess, fyrirfram fyrsta dag hvers
mánaðar. Hjónunum var veittur lögskilnaður árið 1961
með óbreyttu ákvæði um forræði barnsins og greiðslu
meðlags. K fékk greidd meðlög með barninu frá Trygg-
ingastofnun ríkisins þar til hún fluttist til Bandaríkjanna
síðla árs 1960, þar sem hún giftist þarlendum manni.
Hætti þá Tryggingastofnun ríkisins að greiða meðlög með
baminu, þar sem það hafði flutzt með móður sinni vestur
um haf.
Með stefu, útgefinni 30. nóvember 1965, höfðaði K mál
á hendur M til greiðslu ógreiddra meðlaga með barninu
frá og með nóvember 1960 til og með nóvemberloka 1965,
þar sem M hafði reynzt ófáanlegur til að greiða meðlögin.
M byggði sýknukröfu sína á því, að búið væri að ætt-
leiða barnið, sem bæri ættarnafn hins nýja eiginmanns
K, og á því að barnið liafi verið flutt af landi brott með
leynd. Þá var því einnig haldið fram af M, að hvorki hann
né foreldrar hans hefðu fengið að sjá barnið eða fengið
fréttir af því á meðan það var hér á landi. Þá mótmælti M
því sérstaklega, að K yrði dæmdur málskostnaður í mál-
inu, þar sem tvisvar hafi verið úrskurðað lögtak fyrir
krofum K, en lögtökunum hafi i hvorugt skiptið verið
18
Timarit lögfræðinga