Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 18
séu hæfileikar mannsins til að stjórna gerðum sínum, nema ef til vill standi þannig á, að um hótanir, áeggjan eða einhvers konar geðrænar veilur sé að ræða. Ef við lítum nú á refsiréttarhugtakið ásetning, þ. e. ásetning um að gera eitthvað, sem bannað er að lögum, þá sjáum við, að refsiréttarhugtakið er ekki það sama og almenna hugtakið ásetningur. I refsirétti er spurningin um það, hvort maður gerði eitthvað af ásetningi eða ekki svo að segja eingöngu spurning um þekkingu mannsins eða álit, þegar hann vann verkið. Tökum dæmi: maður sviptir annan mann lifi. Nú fellur verknaðurinn undir ákveðna lýsingu, sem samkvæmt hegningarlögum er gert að afbroti. Þegar um slíkan verknað er að ræða spyrja lögin um ásetning, og þá er lögunum nægilegt, ef hinn ákærði vissi eða taldi, að verknaður hans gæti leitt til dauða mannsins. Hér skilur á milli ásetnings í refsirétti og hins vanalega hugtaks, þar sem refsiréttarhugtakið byggist að mestu leyti á þekkingu manna og vitneskju, en i almennu mæltu máli myndum við ekki segja, að allar afleiðingar verknaðar, sem sjá mátti fram á, væru ætlaðar eða ásettar. En það má einmitt færa fram góð rök fyrir þessum mismun. I venjulegum skilningi er talið, að maður hafi gert eitthvað af ásetningi, ef verknaðurinn hefur í för með sér eitthvað sem maðurinn beinlínis stefndi að eða ætlaði sér að ná fram með verknaðinum. Þessu skiptir rétturinn sér ekki af þegar spurningin um sök er til úr- lausnar. Fyrir sakadómi er hér, á þessum punkti, aðal- spurningin þessi: Hafði maður, sem með utanverðri hátt- semi sinni og afleiðingum hennar hefur gert það sem fellur undir afbrotalýsingu, hafði hann, þegar hann gerði þetta, völ á því, hvort afleiðingarnar gerðust eða ekki? Ef hann hafði þessa völ, og ef hann, svo framarlega sem atburðarásin var á hans valdi, kaus þann kostinn að allt skyldi fara eins og það fór, þá skiptir ekki máli, að hann „bara sá“ livernig fara vildi, eða að hann ætlaði ekki að 16 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.