Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 19
gera þetta. Þegar ákveða þarf um sök manus er aðeins
eitt, sem skiptir máli: Ilafði maðurinn visvitandi stjórn
á verknaðinum og afleiðingum hans? En þegar búið er
að ákveða um sökina og komið er að spurningunni, hvaða
refsingu maðurinn skuli hljóta, þá koma til athugunar
tilvik, sem áður voru utangarðs. Þá skiptir miklu máli,
hvort maðurinn gcrði eitthvað í ákveðnum tilgangi, „hafði
ásett sér að“, eða hvort hann „hara sá fram á“, að verkn-
aðurinn myndi hafa ákveðnar afleiðingar í för með sér.
Nú kynni einhver að segja, að það, sem hér hefur verið
rakið, sé lítils virði og hafi litla hagnýta þýðingu. Komi
einhver skilgreiningarvandræði upp, þá leitum við i orða-
bækur, til þess séu þær, og því stærri, þeim mun fleiri
spurningum leysi þær úr fyrir okkur. En þá verðum við
að hafa í huga, að það er ekki unnt að fá úr orðabókum,
hvernig sjá megi réttinn frá tveim sjónarhornum, spá-
dóms- og skuldbindingarhornum. Ekki er heldur unnt að
fá úr orðabókum samspilið milli huglægra og hlutlægra
efnisþátta löggerninga. Þó verðum við að hafa þessi sjón-
armið i huga, ef við ætlum að útskýra eða skilgreina hug-
tökin „lagaskylda“, „réttindi“ og „löggemingur" að ein-
hverju gagni.
1) Um greiningu vísindanna mætti benda á skýra framsetn-
ingu Þorsteins Gylfasonar í bók hans, Tilraun urn manninn,
Almenna bókafélagið 1970, bls. 90—91.
2) H. L. A. Hart, „Probelms of Legal Philosophy“, Encyclo-
pedia of Philosophy, ritstýrt af Paul Edwards, The Macmillan
Company: The Free Press, New York 1967.
3) Sjá Jeremy Bentham, „Essay on Logic“, í The Works of
Jeremy Bentham, Edinborg 1838—1843, 8. bindi, bls. 213—293,
og Fragment on Government, London 1776.
4) Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, Hlaðbúð 1965, 2.
útgáfa, bls. 18.
Tímarit lögfræðinga
17