Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 13
Hið sama er, ef lögmaður væri undanþeginn skyldu til að vitna um atriðið í opinberu máli. Ef hins vegar lögmanni væri óskylt að vitna um atriðið í einkamáli, virðist það ekki óhjákvæmilega þurfa að leiða til þess, að hann sé undanþeginn upplýsingaskyldu til skattyfirvalda. Verður það að metast hverju sinni. í því sambandi verður að hafa í huga þau ákvæði síðustu mgr. 126. gr. emh, að vitni skal gefa skýrslu um sum atriði, sem því ella væri óskylt að skýra frá, ef hagsmunir ríkisins eða almennings heimta það. Við mat á aðstöðunni verður að miða við það, að lögmaður verður aldrei krafinn um víðtækari upp- lýsingar en skjólstæðingi hans eða viðskiptamanni hefði sjálfum verið skylt að veita í eigin skattframtali eða umbeðnum skýringum á fram- tali sínu. Ef samþykki skjólstæðings liggur fyrir, leysir það auðvitað vanda lögmanns í þessum efnum. 1 framhaldi af framangreindum hugleiðingum verður að rekja Hrd. í XXVI. bindi 1955, bls. 239. Þar voru málsatvik þau, að í rannsókn opinbers máls út af okri o. fl. kom fram, að héraðsdómslögmaður nokkur hafði keypt víxla með afföllum af framkvæmdastjóra fyrir- tækis í Reykjavík. Kvaðst lögmaðurinn hafa keypt víxlana sem milli- göngumaður fyrir aðra menn, þ. e. a. s. hina raunverulegu kaupendur víxlanna. Hann neitaði að skýra frá, hverjir voru kaupendur víxlanna og taldi sig um þetta atriði bundinn þagnarskyldu sem lögmaður. I dómi Hæstaréttar segir: „Afstaða varnaraðila til þess manns eða þeirra manna, er hann gerðist milligöngumaður fyrir um lánveitingai', eins og í hinum kærða úrskurði segir, er slík, að hann er ekki bundinn þagnarskyldu gagnvart aðila þessum eða aðilum. Ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð." I úrskurði sakadómara sagði, að trúnaður hér- aðsdómslögmannsins við þá, er hann hafði milligöngu fyrir um fé- sýslu þessa, þyki eigi hafa þá þjóðfélagslegu þýðingu, að hann hindri, að héraðsdómslögmaðurinn upplýsi, hverjir menn þessir séu. Úrskurðir skattyfirvalda verða ekki einir sér teknir til skoðunar á þessum vettvangi. Þó þykir rétt í sambandi við framansagt að geta um úrskurð ríkisskattanefndar frá 12. janúar 1957, þar sem nefndin taldi að hæstaréttarlögmaður einn í Reykjavík, sem neitað hafði skatt- stjóra um að sundurliða á nöfn samdráttartölur í framtali, um ýmsar inneignir og skuldir viðskiptamanna hans, væri skyldur, að viðlögðum dagsektum, að gefa umbeðnar upplýsingar. Lögmaðurinn taldi hins vegar að hann væri bundinn þagnarskyldu skv. 1. gr. laga nr. 61/1942. Ríkisskattanefndin taldi að þagnarskyldan næði ekki til umbeðinna upplýsinga, því að hvorttveggja væri, að skattanefndir (skattstjórar) væru einnig bundnir þagnarskyldu, og svo hitt, að það gæti torveldað 11

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.