Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Síða 30
eru manneskjur — réttindi sem e. t. v. eru engu þýðingarminni en rétt-
urinn til lífs, svo sem frelsi og jafnrétti. „Ef nokkur siðferðilegur rétt-
ur er til,“ segir prófessor H. L. A. Hart, „þá er a. m. k. einn náttúru-
legur réttur til — jafn réttur allra til frelsis," þ. e. a. s. hvers konar
frelsisskerðing þarfnast réttlætingar og það að hafa rétt til að tak-
marka á einhvern hátt frelsi annars, merkir, að slík réttlæting sé
til staðar.2-’
Það væri efni í aðra ritgerð að lýsa nákvæmlega sjónarmiðum, sem
lúta að frelsi og kúgun kvenna og máli skipta í sambandi við rétt til
fóstureyðinga eða bann við þeim, en rétt er að geta þess, að nýlegir
dómar í Bandaríkjunum, sem áður var getið, byggja að mestu á
frelsi konunnar. Þar er talið hennar einkamál, hvort og hvenær hún
elur börn, eins og annað, er varðar fjölskyldu og kynlíf er einkamál;
hún hafi rétt til að ráða framtíð sinni, þ. e. a. s. á hvern hátt hún
þroski og tjái hæfni sína, áhugamál, smekk og persónuleika; og henni
sé frjálst að gæta hreysti sálar og líkama, hún þurfi ekki að þola
erfiði né þvinganir, og hún hafi ferða- og hreyfifrelsi.
1 Danmörku leggur löggjafinn hins vegar sívaxandi áherslu á jöfn
tækifæri til að njóta frelsis, og ef annars konar löggjöf, þjóðfélagsleg
úrræði eða breyting hugarfars séu ekki tiltæk eða megni ekki að
bregða misrétti eða bæta vanda, þá sé ekki réttlætanlegt að banna
fóstureyðingu.
Ég sagðist í upphafi vilja reyna að gera grein fyrir siðfræðilegum
ágreiningi um fóstureyðingar. Hins vegar myndi ég ekki fjalla um
lagasetningu um efnið og hinar ýmsu ástæður, sem að henni kynnu
að hníga. Það er þó ekki úr vegi að enda þetta spjall með því að
minnast á atriði, sem liggur á mörkum laga og siðfræði. Varðar það
þó ekki réttmæti fóstureyðinga, heldur siðferðilegar takmarkanir rík-
isvaldsins við setningu strangra laga. Höfundur þessarar röksemda-
færslu er Roger Wertheimer, prófessor við Háskólann í New York,23
og byggist hún á þeirri forsendu, að örðugt sé eða jafnvel ókleift að
sýna fram á, að fóstur sé fullgild mannleg vera.
Wertheimer hugsar eitthvað á þessa leið: Tilvera og öll völd rík-
isins yfir þegnunum réttlætast af því, að þegnarnir geti fallizt á þessi
völd með skynsamlegum rökum. Það væri óskynsamlegt af þegnunum
að veita ríkinu völd, sem ókleift væri að verja með skynsamlegum
rökum. Ríkið hefur því sönnunarbyrðina fyrir réttmæti athafna sinna.
Nú er enginn vafi á því, að fóstureyðingalöggjöf skerðir frelsi þegn-
anna og hamingju þeirra með ýmsum hætti. Slík lög þurfa ekki að
vera sjálfkrafa óréttlætanleg, en ríkinu ber skylda til að sýna fram
28