Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 33
Frá Lögmaimafélagi íslands Hinn 13. og 14. september 1973 var haldinn fulltrúafundur stjórna lög- mannafélaga á Norðurlöndum I Kaupmannahöfn. Undirritaðir, formaður og ritari stjórnar Lögmannafélags íslands, sóttu fundinn af hálfu LMFÍ. Til meðferðar á fundinum voru eftirtalin mál: 1. Greinargerðir stjórna félaganna um starfsemina síðastliðin tvö ár voru lagðar fram. Skúli Pálsson lagði fram greinargerð LMFÍ. Voru nokkrar umræður um þennan dagskrárlið. í skýrslum þessum vakti það sérstaka athygii okkar íslenzku fulltrúanna, hve langt virðist vera komið á leið á öllum hinum Norðurlöndunum það sem þeir kalla „social rettshjælp", sem víðast hvar er innt af höndum af starfandi lögmönnum skv. tilvís- unum félagsmálastofnana. 2. Norskur fulltrúi flutti erindi um verksvið og þýðingu lögmannafélaga í nútíma þjóðfélagi. Fyrirlesarinn taldi, að enn mundi starfsemi lögmanna- félaga einkum beinast að því að sinna hagsmunamálum félagsmanna sinna enda greiddu þeir há félagsgjöld til rekstrar félaganna og tæp- ast tímabært að auka starfsemina á öðrum sviðum. Virtust fundarmenn almennt sammála því sjónarmiði. 3. Sænskur fyrirlesari fjallaði um dagskrárefnið: Afskipti lögmanna af undirbúningi nýrrar löggjafar. Af erindinu og eftirfarandi umræðum var Ijóst, að lögmenn á hinum Norðurlöndunum hafa allmikil afskipti af löggjafarstarfsemi, enda leggja þeir áherslu á að taka þátt í slíku starfi t. d. með því að hafa starfandi innan sinna vébanda nefndir, sem fylgj- ast með, vinna að og gefa umsagnir um löggjafarmál á hinum ýmsu sviðum réttarins. 4. Danskur fyrirlesari talaði um dagskrárefnið: Rekstrarform lögmanns- skrifstofa. Fjallaði fyrirlesarinn um ýmis hugsanleg form rekstrarins og ábyrgð lögmannsins í því sambandi. Leiddu umræður einkum til þeirrar niðurstöðu, að æskilegt væri að reka lögmannsskrifstofur í einhvers- konar samstarfs- eða félagsformi, en þar væru ýmis Ijón á veginum, einkum að því er varðar rekstur lögmannsstarfs í félagi með takmarkaða ábyrgð. Einnig kom mjög til umræðu útibú lögmanna í öðrum löndum og þau vandamál, sem við það rísa upp. Fundur þessi fór hið bezta fram og var frábærri gestrisni Dana sungið lof að verðleikum. í lok fundarins bauð formaður LMFÍ til næsta fundar á íslandi sumarið 1975, og var um það rætt, að hann yrði á sama tíma og norrænt lögfræð- ingamót, sem þá skal einnig haldið á islandi. p^H g_ páisson Skúli Pálsson 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.