Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 10
Guðm. Ingvi Sigurðsson hrl.: UPPSÖGN VINNUSAMNINGA I. Inngangur. l) Fyrir nokkrum árum rak á lögmannsfjörur mínar launþega nokk- urn, sem hafði verið rekinn úr starfi þá skömmu áður. Hann var látinn hætta sama daginn og hann fékk uppsögnina, sem var munn- leg. Launþeginn virtist ekki vita, hvaðan á sig stóð veðrið, svo mjög kom honum uppsögnin á óvart. Hann undraðist stórlega vonsku heimsins, skort sinn á starfsöryggi og almennt réttleysi. Hann var sár og reiður og geisaði talsvert: Hvar eru lögin? Hvar eru kjara- samningarnir? Hvar eru dómstólarnir ? Ég reyndi að róa hann m.a. með því að segja honum, að þessi þrenning væri öll á sínum stað. Eftir að hafa kannað málið nokkuð komst ég að því, að aldrei hafði verið að störfum mannsins fundið. Eftir nokkra vafninga upplýsti vinnuveitandinn, að ástæðan til brottrekstrarins væri einfaldlega sú, að maðurinn væri yfirþyrmandi leiðinlegur, að hann hefði orðið að losa sig við hann strax, það hefði verið geðverndaratriði fyrir sig. Eitt af mörgu, sem gerir lögmannsstarfið töfrandi, er margbreyti- leiki tilfellanna, er lögmaðurinn fær til meðferðar. Fram að þessu þekkti ég vart aðra ástæðu fyrir brottrekstri en ölvun launþega, en þarna var komin önnur, sem vinnuveitandinn taldi réttlæta fyrirvara- lausu brottvikningu. Það var ekki þrautalaust að rétta hlut launþegans, en það bjargaði öllu, að vinnuveitandinn hafði sér til ráðuneytis ágætan og réttsýnan lögmann. Málið virtist og Ijóst í þeirri veru, að launþeginn ætti upp- sagnarfrest, því að við áttuðum okkur fljótlega á því, lögmennirnir, að það, að launþegi væri yfirþyrmandi leiðinlegur, gæti ekki rétt- lætt fyrirvaralausa brottvikningu, sem vinnuveitandanum gekk þó illa að skilja. Ég er ekki frá því, að hann hafi haft nokkuð til síns máls. Ég heyrði einu sinni einn af gáfumönnum þjóðarinnar segja, að 1) Millifyrirsagnir settar vegna birtingar erindisins. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.