Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 13
talsvert mismunandi. Þannig er hann í samningi Dagsbrúnar ein vika fyrir þá, sem öðlast hafa rétt til fasts vikukaups, þ.e. þeir, sem hafa unnið hjá sama vinnuveitanda 6 mánuði eða lengur. Ef Dagsbrúnar- maðurinn hefir unnið hjá sama vinnuveitanda eitt ár eða lengur, sbr. 1. nr. 16/1958, gildir uppsagnarfresturinn samkvæmt lögunum, þ.e. einn mánuður. Mánaðarkaupsmenn eiga ávallt eins mánaðar upp- sagnarfrest. Uppsagnarfresturinn er einn mánuður fyrir mánaðar- kaupsmenn hjá heildsölum og olíufélögum. Þessi ákvæði Dagsbrún- arsamningsins eiga sér hliðstæður í öðrum samningum, svo sem Hinn almenni kj arasamningur verkalýðsfélaga og vinnuveitenda á Norður- iandi. I kjarasamningi Starfsstúlknafélagsins Sóknar er l]/2 mánaðar uppsagnarfrestur. 1 samningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur er uppsagnarfresturinn 3 mánuðir. 1 Iðj usamningum er uppsagnarfrest- urinn dálítið mismunandi: Ein vika fyrir vikukaupsfólk, en tvær vik- ur fyrir mánaðarkaupsfólk. Fyrir þá, sem hafa unnið hjá sama fyrir- tæki eitt ár eða lengur, skal uppsagnarfresturinn vera 2 mánuðir. Framreiðslumenn eiga 14 daga uppsagnarfrest, ef þeir hafa unnið skemur en eitt ár á sama stað, einn mánuð, ef unnið hefir verið leng- ur en eitt ár, en skemur en 3 ár, og tvo mánuði, ef unnið hefir verið lengur en 3 ár. í samningi Hins íslenska prentarafélags er ákveðið, að uppsagnar- frestur skuli vera ein vika. Bókbindarar hafa sama uppsagnarfrest- inn. Félag starfsfólks í veitingahúsum hefir eins mánaðar uppsagnar- frest, hafi það unnið hjá sama vinnuveitanda eitt ár eða lengur, en skemur en hálfan mánuð. Fyrsta mánuðinn, sem er reynslutimi, er uppsagnarfresturinn enginn. Hjá starfsmönnum við Álverið í Straumsvík er uppsagnarfrestur- inn stystur einn mánuður á reynsltímanum, sem er 3 mánuðir, en næstu 9 mánuði er hann V/2 mánuður, og úr því eða eftir eins árs starf þrír mánuðir. í samningum sjómanna er ekki minnst á uppsagn- arfrest, enda geyma sjómannalögin rækilegar reglur um uppságnar- frestinn, eins og áður segir. Starfsmenn sveitarfélaga, sem ekki þiggja laun samkvæmt kjara- samningum verkalýðsfélaga, hafa 3 mánaða uppsagnarfrest. Meðan læknar í þjónustu ríkissjúkrahúsanna stóðu utan kjarasamninga B.S.R.B. og ríkisins á árunum 1966 til 1973, höfðu þeir tveggja mán- aða uppsagnarfrest. Það ríkja þannig mismunandi regiur um lengd uppsagnarfrestsins bæði þar, sem löggjafinn hefir látið þessi mál til sín taka eða frá 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.