Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 24
II. Fulltrúaráðin
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna eru svæðasambönd verkalýðsfélaga
innan ASl, er hafa aðsetur á sama stað eða jafnvel innan sömu sýslu.
Fulltrúaráð hafa verið starfandi í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri,
Akranesi, Árnessýslu og ef til vill víðar. Hlutverk fulltrúaráða hefur
verið að fara með hin sameiginlegu mál verkalýðsfélaganna, er aðild
eiga að ráðinu. Einkum hefur þar verið um að ræða atvinnumál,
fræðslumál og hátíðahöld 1. maí. Á síðari árum hefur fulltrúaráðunum
hnignað, meðal annars vegna tilkomu landssambandanna. Fulltrúaráðið
í Reykjavík rak lengi skrifstofu fyrir smærri félögin í höfuðborginni,
en þeirri starfsemi er nú hætt. Landsfélögin, þ. e. félög er hafa allt
landið að félagssvæði, eiga aðild að fulltrúaráðinu í Reykjavík. Nú er
svo komið, að í raun er það lítið annað en hátíðahöldin 1. maí, sem
fulltrúaráðin hafa afskipti af.
III. Fjórðungssamböndin
Hin svonefndu fjórðungssambönd eru fjögur, eins og lög gera ráð
fyrir, þ. e. Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýðusamband Norðurlands,
Alþýðusamband Austurlands og Alþýðusamband Suðurlands. Þó eru
það aðeins tvö þessara sambanda, sem taka yfir heilan landsfjórðung,
en það eru Alþýðusamband Norðurlands og Alþýðusamband Austur-
lands. Alþýðusamband Suðurlands nær í reynd aðeins til Árnessýslu
og Alþýðusamband Vestfjarða nær ekki til Vesturlands. Fjórðungssam-
böndin eru svæðasambönd allra verkalýðsfélaga innan ASl í viðkom-
andi landsfjórðungi eða á viðkomandi sambandssvæði. Utan sambands-
svæðanna eru meðal annars Reykjavík, Reykjanes og Vesturland. Hlut-
verk fjórðungssambandanna er fyrst og fremst að sinna sameiginleg-
um sérmálum verkalýðsfélaganna á sambandssvæðunum, m. a. með er-
indrekstri og sameiginlegu skrifstofuhaldi fyrir félögin. í reynd hefur
starfsemi fjórðungssambandanna orðið ærið misjöfn. Litið hefur kveð-
ið að Alþýðusambandi Suðurlands. Hin þrjú fjórðungssamböndin hafa
hins vegar rekið skrifstofur og haldið uppi reglubundinni starfsemi og
jafnvel farið með samningsumboð fyrir félögin við kjarasamninga-
gerð. Einkum á þetta þó við um Alþýðusamband Vestfjarða, sem hefur
haldið mjög fast á samningsumboði fyrir félögin á Vestfjörðum, þótt
félög í öðrum landshlutum hafi á sama tíma haft sameiginlega samn-
inganefnd starfandi í Reykjavík.
Fjórðuiígssamböndin lialda þing annað hvort ár, þar sem stjórn
þeirra er kjörin.
118