Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 30
það, að í báðum löndunum er gert ráð fyrir ófrávíkjanlegum ákvæðum neyt- endum til verndar og hagsbóta, — en þó skilur ýmislegt á milli, svo sem síðar verður rakið. Hin danska kaupalaganefnd mun enn eigi hafa fengið fyrirmæli um að annast undirbúning að lögum um ,,neytendakaup“, og hefur hún þar af leiðandi ekki sent frá sér álitsgerð um það efni. Hins vegar hefur neytenda- nefnd, sem danska viðskiptaráðuneytið setti á stofn 1969, nýlega samið álits- gerð, þar sem m. a. er lagt til, að gildandi kaupalögum þar í landi verði breytt til aukinnar verndar fyrir neytendur. Munu hið danska viðskiptaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti síðan annast frekari framgang málsins. Á vegum finnska dómsmálaráðuneytisins er nú unnið að samningu löggjafar um neytendavernd almennt (,,konsumentskyddlag“), þar sem m. a. er gert ráð fyrir ákvæðum um ,,neytendakaup“. Ráðherranefnd Norðurlanda hefur einnig mælt með því, að leitast verði við að lögleiða á Norðurlöndum ófrávíkjanleg ákvæði um ,,neyt- endakaup“, sem veiti neytendum vissa lágmarksvernd gagnvart söluaðilum, og að sú löggjöf verði jafnframt samræmd svo sem kostur er, enda þótt ekki megi vænta algerlega samhljóða norrænnar löggjafar á þessu sviði. Norsku lögin um ,,neytendakaup“ eru í formi breytinga eða viðbóta við nánar tiltekin ákvæði gildandi kaupalaga, en Svíar vöidu þá leið að setja sér- stök lög um ,,neytendakaup“, sem hafa sjálfstætt gildi gagnvart hinum al- mennu kaupalögum. Flest ákvæði norsku laganna frá 14. júní 1974 höfða eingöngu til „neytenda- kaupa“, en þó með tveimur undantekningum, sem mega reyndar einnig teljast liður í aukinni neytendavernd. Við 1. gr. kaupalaganna var bætt ákvæði, sem heimilar dómstólum, að víkja til hliðar, — að öllu leyti eða að hluta, — ákvæð- um í kaupsamningi, er teljast mega ósanngjörn eða ef það myndi brjóta í bága við góða viðskiptaháttu að beita þeim. Tekur þetta ákvæði til allra kaup- samninga, sem kaupalögin höfða til, án tillits til þess, hvort þar er um „neyt- endakaup" að ræða eða ekki. Almennt gildi hefur einnig sú breyting á ákvæð- um 54. gr. kaupalaganna, að fyrningarfrestur á kröfum frá hendi kaupanda gagnvart seljanda vegna galla á söluhlut er lengdur, þannig að hann er nú tvö ár í stað eins árs áður. Að öðru leyti fjalla hin nýju ákvæði um „neytendakaup", svokölluð. Með „neytendakaupum" er, skv. skýringarákvæði í lögunum sjálfum, átt við kaup á lausafjármunum, sem fyrst og fremst eru ætlaðir til persónulegra nota fyrir kaupandann, heimili hans eða kunningja („omgangskrets"), sbr. 3. mgr. 1. gr.-a. f lögunum er höfuðáhersla lögð á það að tryggja kaupandanum (neyt- andanum) viss lágmarksréttindi vegna vanefnda seljanda, en þó styrkja sum ákvæðin einnig réttarstöðu seljanda í ,,neytendakaupum“. í 1. mgr. 1. gr.-a er tekið fram, að í ,,neytendakaupum“, þar sem seljandi hafi sölustarfsemi að atvinnu (,,yrkesselger“) eða þar sem slíkur atvinnumaður komi fram sem umboðsmaður hins raunverulega seljanda, geti seljandi ekki borið fyrir sig ákvæði í kaupsamningi, sem óhagstæðari séu fyrir kaupanda en leiðir af 14., 17., 21.—27., 42.—58. eða 61. gr. kaupalaganna. Eru framangreind ákvæði, — með eða án breytinga, — þar af leiðandi einungis frávíkjanleg neytendum til hagsbóta, því að sjálfsögðu getur neytandi samið um kaupskilmála, sem eru honum hagkvæmari en leiða myndi at framangreindum ákvæðum. Á þessum vettvangi sýnist ekki ástæða til að víkja sérstaklega að þeim ákvæðum kaupalaganna, sem óbreytt standa, en lýst hafa verið ófrávíkjanleg 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.