Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 36
þessum var kallaður „dómur í ávana- og fíkniefnamálum". Með lögum nr. 66/1974 var ákveðið, að dómstóllinn skyldi nefnast „sakadómur í ávana- og fikniefnamálum". Ásgeir Friðjónsson aðalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík var settur í dómaraembætti þetta 25. maí 1973 og skipaður 10. desember 1973. Hann var eini umsækjandinn. SýslumaSur í Dalasýslu. Yngvi Ólafsson fékk lausn 13. mars 1974 frá 15. maí. Við embættinu tók þann dag Pétur Þorsteinsson, sem skipaður hafði verið 7. s. m. Hann var áður fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði. Aðrir um- sækjendur voru Eggert Óskarsson, Guðlaugur M. Einarsson, Þorfinnur Egils- son og Þorkell Gíslason. SýslumaSur í Þingeyjarsýslu. Jóhann Skaptason fékk lausn 10. maí 1974 frá 1. júlí. SigurSur Gizurarson hrl. var skipaður í embættið 27. júní frá 1. júlí. Aðrir umsækjendur voru Andrés Valdimarsson, Björn Friðfinnsson, Friðgeir Björnsson, Guðmundur L. Jóhannesson, Sigurður Hallur Stefánsson og Sveinn H. Valdimarsson. Vararíkissaksóknari. Með lögum nr. 61/1974 var ákveðið, að saksóknari ríkisins skyldi fá embættisheitið rikissaksóknari og að stofnað skyldi embætti vararíkissaksóknara, sbr. nú lög nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Hallvarður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara ríkisins, var skipaður vara- ríkissaksóknari 22. júlí 1974 frá 15. júlí að telja. Hann var eini umsækjandinn. Bæiarfógeti í Bolungarvík. Gísli G. ísleifsson fékk lausn frá embætti 3. júlí 1974 frá 1. s. m. Barði Þórhallsson var skipaður í embættið 22. ágúst frá þeim degi. Barði hafði verið settur til að gegoa embættinu frá 16. september 1973, en hann var áður fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi. í lögum nr. 17/1974 um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurhreppi segir, að lögregiustjórinn í hreppnum verði bæjarfógeti í kaupstaðnum. Lögin voru staðfest 10. apríl 1974 og tóku þegar gildi. Borgarfógetar við borgarfógetaembættið í Reykjavík. Ólafur Pálsson fékk lausn frá borgarfógetaembætti 10. janúar 1975 frá 1. apríl. Sigurður Sveins- son, fulltrúi yfirborgarfógeta, var skipaður í embættið 3. apríl frá 1. apríl 1975. Auk hans sótti Barði Þórhallsson um embættið. Halldór S. Rafnar fékk lausn frá borgarfógetaembætti 16. janúar 1975 frá I. mars. Embætti þetta hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar. Sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Friðjón Þórðarson fékk lausn 18. júní 1975 frá 1. september. Andrés Valdimarsson sýslumaður í Strandasýslu var skipaður í embættið 23. júlí frá 1. september. Aðrir um- sækjendur voru Barði Þórhallsson, Böðvar Bragason, Hreinn Sveinsson, Ingvar Björnsson, Rúnar Guðjónsson og Þorkell Gíslason. Sýslumaður í Gullbringusýslu og bæjarfógeti í Keflavík og Grindavík. Alfreð Gíslason fékk lausn frá embætti 8. júlí 1975 frá 1. október að telja. Með lögum nr. 18/1974 hafði Grindavíkurhreppur íengið kaupstaðarréttindi, og jafnframt hafði verið ákveðið, að sýslumaður Gullbringusýslu og bæjarfógeti Keflavíkur skyldi jafnframt vera bæjarfógeti hins nýja kaupstaðar. Jón Eysteinsson hér- aðsdómari var skipaður í embættið 22. ágúst frá 1. október. Aðrir umsækj- endur voru: Elías I. Elíasson, Erlendur Björnsson, Halldór Þ. Jónsson, Hall- varður Einvarðsson, Jón A. Ólafsson, Jón Thors, Jónatan Þórmundsson, Kjart- an Ragnars, Már Pétursson, Steingrímur Gautur Kristjánsson og Sverrir Einarsson. 130

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.