Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 11
vl. um rétt til inrigöngu í stéttarfélag. Fer það eftir kröfugerð, hvort Félagsdómur kveður bæði á um refsingu fyrir brot á 2. gr. og viður- kenningu á félagsréttindum, Fd. I. 26, 190. En einnig dæmir Félags- dómur um það eitt, hvort aðili eigi rétt til inngöngu í stéttarfélag, þótt ekki sé í því máli gerð krafa um refsingu, þar sem úrlausn slíks atriðis er komin undir skýririgu og fyllingu á ákvæðum vl., Fd. III. 15, 22 og Fd. IV. 55, sbr. Hrd. 1962, 318. Til kasta Félagsdóms koma einnig mál út af kæru um brot á 4. gr. vl., Fd. IV. 1, svo og mál út af réttindum og aðstöðu trúnaðarmanna samkvæmt 9., 10. og 11. gr. vl., Fd. I. 97, IV. 37, 108, 113, V. 193, VII. 175. Samkvæmt 65. gr. vl. varða brot gegn þeim ákvæðum vl., sem refsi- verð teljast, sektum. Renna sektir þessar í ríkissjóð og má innheimta þær sem fjárkröfur á venjulegan hátt, en um afplánun skal eigi vera að ræða, sbr. 70. gr. vl. Þar sem afplánun er eigi heimil verður vararefs- ingu í formi varðhalds eigi beitt. En af þessari skipan leiðir, að Félags- dómur hefur frá upphafi talið rétt, að ópersónulegir aðiljar, fyrirtæki, félög eða sambönd félaga, væru dæmdir til greiðslu sektar og hefur heimild til þess aldrei verið véfengd, sbr. t.d. Fd. I. 6. og Fd. IV. 1. Þegar mál út af broti á vl. er sótt fyrir Félagsdómi er það hvort- tveggja til, að sækjandi máls krefjist bæði viðurkennirigsdóms á því atriði, sem málið snýst um, t.d. að verkfall verði dæmt ólögmætt, fé- lagsréttindi viðurkennd — og að hann geri einnig kröfu um, að dæmd verði refsing fyrir brot á því ákvæði vl., sem hann telur að brotið hafi verið. En þess eru einnig mörg dæmi, að sækjandi láti við það sitja, að krefjast viðurkennirigai’dóms, en geri ekki kröfu um refsingu. Er refsing þá ekki dæmd samkvæmt þeim skilningi Félagsdóms, að það skuli því aðeins gert, að sá sem misgert er við krefjist þess. Eins og skipan og hlutverki Félagsdóms er háttað tel ég eðlilegra og réttara, að hann sé ekki refsidómstóll, sem dæmi refsingu í formi sektar í ríkissjóð. Félagsdómur á fyrst og fremst að skera úr ágrein- ingi um réttarstöðu aðilja samkvæmt kjarasamningum og svo lög- mæti vinnustöðvana. Einnig ætti að endurskoða reglur um vald hans samkvæmt 65. gr. vl. til að dæma um skaðabótakröfur samkvæmt al- mennum bótareglum. Hitt er aftur á móti mjög til álita, hvort ekki væri rétt að taka upp reglur hliðstæðar þeim, sem gilda í Danmörk og Svíþjóð um févíti. Væri Félágsdómi þá fengin heimild til að dæma þann, er brotið hefði gegn fyrirmælum vl., eða jafnvel gegn ákvæðum kjarasamninga, í févíti, sem rynni til þess, sem misgert var við og á sókn máls fyrir dóminum. Er févítið þá sambland refsingar og bóta 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.