Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 14
1 47. gr. vl. segir að mál, sem höfða má fyrir Félagsdómi skuli ekki flutt fyrir almennum dómstólum, nema Félagsdómur hafi neitað að taka það til meðferðar, sbr. 44. gr. gr. 3. 1 reynd hefur þetta ákvæði litla þýðingu. Ljóst má vera, að þegar sérdómstóli eru fengin ákveðin verkefni til úrlausnar felur sú tilhög- un í sér þá skipan mála, að almennir dómstólar vísa sjálfkrafa frá sér þeim málum, sem undir sérdómstólinn falla, að því leyti sem réttur manna til að fá úrlausn almennra dómstóla í málum sínum verður frá þeim tekinn. Tengdur þessu atriði er Hrd. 1971, 467. Að því er Fé- lagsdóm varðar getur hinsvegar form málsins ráðið úrslitum um það, hvort mál verði dæmt af Félagsdómi eða almennum dómstólum. Sam- kvæmt 2. lið 44. gr. vl. er það verkefni dómsins að skera úr ágreiningi um skilning á kjarasamningi. Ef mál er höfðað fyrir almennum dóm- stólum til viðurkenningar á ákveðnum skilningi á sjálfum kjarasamn- ingnum, þá er því máli vísað frá vegna þess, að slíkt úrlausnarefni fellur undir valdsvið Félagsdóms, Hrd. XV. 112, sjá og Fd. IV. 166 sbr. og Hrd. XXVIII. 185. Sé aftur á móti um mál að ræða, þar sem dómkrafan er tiltekin fjárhæð, t.d. vegna vangoldinna launa, dæma al- mennir dómstólar í slíku máli, enda þótt úrslit þess velti á skýringu á ákvæðum kjarasamnings, því að almennum dómstólum er „rétt að meta öll atriði er kaupkröfuna varða og að skýra ákvæði nefndrar samningsgreinar", þ.e. kjarasamnings „í því sambandi", Hrd. XVII, 8. Sjá og Hrd. Xni. 215 og XXIV. 272. I málum sem þessum dæmir Fé- lagsdómur aftur á móti ekki og vísar þeim frá, þar sem hér er að jafn- aði um að ræða ágreining út af ákvæðum vinnusamnings (ráðningar- samnings). Sjá Fd. I. 92, 155 og II. 5. Undantekningu frá þessari réglu er þó að finna í Fd. V. 212, þar sem Félagsdómur dæmir í máli, þótt stefnt sé til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, en ágreningsefnið í því máli var skilningur á ákvæðum kjarasamings, og ekki var deilt um fjár- kröfuna sjálfa. 4. Auk þeirra verkefna, sem lögð eru undir dómsvald Félagsdóms samkvæmt 44. gr. vl„ hafa honum með sérstökum lögum verið fengin önnur verkefni til úrlausnar. A. Samkvæmt lögum nr. 16/1943 skyldu flest mál út af orlofsfé rek- in fyrir Félagsdómi. Dæmdi Félagsdómur nokkur þesskonar mál árin 1944 og 1945. En það kom brátt í Ijós, að ekki var hentugt, að dómstóll í Reykjavík færi með orlofsmál hvaðanæfa af landinu. Voru þessi mál því tekin undan dómsvaldi Félagsdóms með lögum nr. 29/1945. B. Með lögum nr. 70/1954 var stéttarfélögum, félögum meistara og iðnrekenda og einstökum atvinnurekendum heimilað að leita úrskurð- 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.