Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 23
býlishúsum eru í samræmi við staðal þann, sem auðkenndur er IST 50. Ætlast er til, að arkitektar og aðrir, sem teikna hús, láti í té útreikning skv. reglugerðinni. Skv. 6. gr. eldri laga var eignarhlutfall íbúðar í fjölbýlishúsi fundið með því að reikna hundraðstölu eftir rúm- máli íbúðar og hins skiptilega hluta húss. Nú á að byggja á flatarmáli byggingarinnar, sbr. 2. gr. rgl. nr. 281/1976, og finna skiptiflatamál (flatarmál íbúðar og þess, sem henni fylgir sérstaklega) og viðbótar- flatarmál (flatarmál sameiginlegs húsrýmis, sem í útreikningi er skipt jafnt milli íbúða fjölbýlishúss, þ. e. þvottahúss og sameiginlegra geymslna). Hlutfallstala hverrar íbúðar í sameign er þannig ferigin: Skiptiflatarmál (íbúð, bílskúr og sérgeymslur) að viðbættum hluta íbúðar í viðbótarflatarmáli er deilt með þannig fengnu flatarmáli allra íbúðanna og síðan margfaldað með 100. Kemur þá út hlutfallstala íbúðarinnar í allri sameign. Þess má geta, að sérstök ákvæði eru í rgl. nr. 281/1976 um breytingar á skiptiflatarmáli vegna mismunandi salarhæðar og vegna þess, að jarðvegur gengur uppi fyrir gólfplötu herbergis. — Hafi hlutfallstala ekki verið ákvörðuð, eru allar íbúðir jafnréttháar varðandi hlutdeild í sameign. 1 lögum nr. 59/1976 eru skýr ákvæði um, að íbúðareigendur hafi bæði réttindi og skyldur til að taka þátt í félagsskap um fjölbýlis- húsið. Aðildin er órjúfanlega tengd hverri íbúð, og eigendur eru sjálf- krafa í húsfélagi. II. 3. Um réttindi og skyldur. IIII. kafla laga nr. 59/1976 er gerð mikilvæg breyting frá fyrri skip- an, því að ákvæðin um réttindi og skyldur eigenda eru ekki lengur undanþæg. Geta menn ekki lengur vikið frá ákvæðum kaflans með samningum. Efni ákvæðanna er að nokkru annað en var í lögunum frá 1959. Sleppt er fyrri ákvæðum, sem erfitt eða ógerlegt er að gera ófrávíkjanleg, svo og reglu um lágmark stofuhita. Er talið heppilegra að hafa reglur um þessi efni í húsfélagssamþykktum eða húsreglum. Á þetta t.d. við um upphitun, sameiginlegan rekstrarkostnað og hirð- ingu. I rgl. nr. 280/1976 er kveðið á um slík atriði, og á reglugerðin að gilda um hús, ef húsfélágið hefur ekki sett sér aðrar samþykktir og þinglýst þeim, sbr. 15. gr. laganna. IIII. kafla laganna er gert ráð fyrir, að framkvæmdir, sem ekki eru skv. upphaflegri teikningu hússins, þurfi samþykki allra eigenda, og má segja, að þetta sé í samræmi við eldri reglur. Það sem rúmast innan samþykktrar teikningar, skal hins vegar framkvæmt eftir ákvörðun, sem allir eigendur eiga rétt á að eiga hlut að. Hér er um 117

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.