Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 31
Kl. 14,00 var tekið til við fræðin að nýju. Flutti Arnljótur Björnsson erindi um skaðabótaábyrgð útgerðarmanns utan samninga. í almennum umræðum um þetta efni tóku til máls: Páll S. Pálsson hrl., Jónas Haraldsson hdl., Ragnar Aðalsteinsson, Björn Þ. Guðmundsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. auk frummælandans. Að svo búnu var kaffi drukkið í Festi. Kl. 16.30 hófst fundur aftur, og hlýddu þingmenn nú á Gunnar Sæmunds- son hdl. flytja erindi um réttarstöðu sjómanna. Við almennar umræður tóku auk hans til máls: Björn Þ. Guðmundsson, Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteins- son, Már Pétursson héraðsdómari, Arnljótur Björnsson og Jónas Haraldsson. Fræðiiðkunum lauk kl. 18,30, og var þá haldið enn eina ferðina í Festi. Þar var nú dvalið við nokkru léttara hjal í um eina klukkustund eða meðan birgðir entust. Var haldið heim á leið að svo búnu og segir ekki af heimkomu. Þátt í málþinginu tóku um 50 lögfræðingar. Jón Steinar Gunnlaugsson. STÖRF SÝSLUMANNA OG BREYTT UMDÆMASKIPAN Lögfræðingafélag islands hélt almennan félagsfund í Lögbergi fimmtudag- inn 28. október s.l. kl. 20,30. Á fundi þessum flutti Sigurgeir Jónsson bæjar- fógeti erindi, sem hann nefndi: „Spjall um nokkur störf sýslumanna og hug- myndir að breyttri umdæmaskipan". Varaformaður félagsins, Hallvarður Einvarðsson, stjórnaði fundi í forföll- um formanns. Bauð hann fundarmenn velkomna til fundar og kynnti fundar- efnið og framsögumann. Þá kom hann á framfæri kveðju til fundarins frá Ás- geiri Péturssyni sýslumanni, formanni sýslumannafélagsins, f.h. þess. í ræðu sinni gat frummælandi um hinar nýju tillögur um dómstólaskipan, sem fram koma í lagafrumvarpi réttarfarsnefndar um lögréttur. Taldi hann, að þær nýjungar, sem í því frumvapi fælust, breyttu ekki nauðsyninni á til- vist sýslumannsembættanna. Hins vegar þyrfti að endurskoða verksvið sýslu- manna. Taldi hann upp ýmis konar framkvæmdarvaldsstörf, sem sýslumenn annast nú og hann taldi æskilegt, að þeir önnuðust áfram, þar sem störfum þessum væri best komið úti í héruðunum í sem nánustum persónulegum tengslum við fólkið. Hann benti einnig á, að samkvæmt lögréttufrumvarp- inu væri áfram verulegt dómsvald hjá sýslumönnunum. Eftir að hafa rakið ofangreind atriði, gerði Sigurgeir Jónsson grein fyrir hugmyndum sínum um breytta umdæmaskipan, þ.e. ný umdæmi sýslumanna. Vildi hann skipta landinu í 31 umdæmi, og gerði ákveðnar tillögur um ný um- dæmamörk. Gat hann að lokum um ýmis atriði, sem sérstaklega þyrfti að hafa í huga við framkvæmd breytingar á umdæmaskipaninni. Við almennar umræður tóku auk frummælanda til máls Hrafn Bragason borgardómari, Sigurður Líndal prófessor og Eiríkur Tómasson stjórnarráðs- fulltrúi. Fund þennan sóttu um 40 manns og lauk honum um kl. 22,45. Jón Steinar Gunnlaugsson. 125

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.