Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 38
30. þing BSRB var haldið dagana 11.—14. október s.l., og sóttu það 233 fulltrúar frá 33 bandalagsfélögum. Segja má, að þingið hafi einkennst af mál- efnalegri umræðu og mikilli samstöðu um starf samtakanna á síðasta kjör- tímabili og veigamestu framtíðarverkefnin. Eins og kunnugt er, eru kjarasamningar BSRB ekki lausir fyrr en 1. júlí n.k., en þingið skoraði á ríkisstjórn og Alþingi að gera ráðstafanir til þess, að kaupmáttur launa verði þegar á þessu hausti verulega bættur, annað hvort með efnahagsráðstöfunum eða beinni launahækkun, þar sem viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu á undanförnum mánuðum stórbatnað og allt útlit fyrir fram- hald þeirrar þróunar. Ýmsar aðrar ályktanir voru samþykktar á þinginu, m.a. um þróun launa- mála opinberra starfsmanna, efnahagsmál og skattamál. 15/11 1976 Gunnar Eydal NORRÆNA EMBÆTTISMANNASAMBANDIÐ Dagana 25.—28. ágúst sl. þingaði Norræna embættismannasambandið I 18. skipti, að þessu sinni ísalarkynnum danska þjóðþingsins í Kaupmannahöfn. Var öllum félagsmönnum frjálst að sækja þennan fund, en slíkir fundir eru haldnir þriðja hvert ár, og var sá síðasti haldinn á íslandi árið 1973. Auk þriggja stjórnarmanna íslandsdeildarinnar sóttu fundinn fjórir Islendingar, en alls sóttu fundinn um 350 manns. Aðalumræðuefni fundarins var að þessu sinni „Centraladministrationens for- hold til det politiske system og samfundsudviklingen". Var Erik Ib Schmidt ráðuneytisstjóri í danska fjármálaráðuneytinu fenginn til að flytja upphafser- indi um það efni. Aðalumræðuefnið var því næst klofið niður í 11 mismunandi umræðuefni, þar sem fjallað var um ýmsar hliðar viðfangsefna og vandamála, sem miðstjórnir eiga við að glíma. Fengnir voru fyrirlesarar til að halda erindi um öll efnin, og síðan fóru fram hópumræður. Ólafur Davíðsson hagfræðingur flutti erindi um stjórnun tekjuöflunar („indtægtspolitisk styring"), og voru líflegar um- ræður í þeim hópi, sem fjallaði um efnið. Að hópumræðum loknum var haldinn lokafundur, þar sem þrír þátttakenda auk aðalfyrirlesara sátu fyrir svörum, og auk þess reyndu þeir að gera úttekt á niðurstöðum fundarins. Þó að fræðilega hlið fundarins sæti í fyrirrúmi, var einnig séð fyrir því, að fundarmenn fengju að kynnast dönskum mat innan veggja gömlu Kaup- hallarinnar, einnig gafst kostur á að bragða á hinum þekktu „ráðhúspönnu- kökum“ Kaupmannahafnar, og ennfremur voru á dagskrá kynnisferðir um Sjáland, í Tívolí o.fl. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér nánar erindi þau, sem flutt voru á fundinum, skal á það bent, að í næsta hefti tímarits Norræna embættis- mannasambandsins, (Nordisk Administrativt Tidsskrift) verða erindin birt. Gunnlaugur Claessen deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem er fulltrúi Is- lands í ritstjórn tímaritsins, mun hafa til ráðstöfunar nokkur eintök heftisins. Hjalti Zóphóníasson. 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.