Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 15
hvað varðar grásleppuhrognin. Hráefnið
hefur hækkað mjög mikið milli ára þrátt fyr-
ir að veruleg verðlækkun hafi orðið á afurð-
um á markaðnum. Þannig horfir illa með
sölu á afurðunum fullunnum en ágætlega
með sölu á óunnu hráefni. Það er þrýstingur
í þá átt að við verðum hráefnisframleiðend-
ur frekar en seljendur fullbúinnar neytenda-
vöru. Það er ekki það sem við viljum," sagði
Rafn að lokum.
Félag rækju- og
hörpudiskframleiðenda
Metár í rækjuveiði
„Aflabrögð á árinu voru sérlega góð en
verðþróun mjög óhagstæð sem leiddi til
mikillar birgðasöfnunar. Þetta minnir enn á
nauðsyn þess að leggja aukna áherslu á
markaðsstarf," sagði Pétur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisk-
framleiðenda, í samtali við Ægi.
„Þótt rækjumarkaðir séu að stækka vex
hlutdeild kaldsjávarrækju ekki."
Rækjuafli ársins 1993 varð 51.526 tonn
og þetta er mesti rækjuafli íslandssögunnar
og varð 19% aukning frá árinu á undan sem
einnig var metár en þá veiddust rúmlega 43
þúsund tonn. Þessi mikli afli hélst í hendur
við að verðmæti rækjuafurða jukust gífur-
lega milli ára eða um 25% og eru rækjuaf-
urðir nú, að niðursoðinni rækju meðtalinni,
um 12,4% af heildarverðmæti sjávarafurða.
Kvótastaðan er áfram mjög góð því á yfir-
standandi ári er leyft að veiða 63 þúsund
tonn svo flest stefnir í að núverandi met
verði senn slegið.
Samtals voru flutt út 23.731 tonn af
rækjuafurðum sem er 3456 tonnum meira
en árið áður og heildarverðmæti þessa var
9591 milljónir króna.
Mjög lágt verð er á rækjuafurðum. í nóv-
ember 1993 var það orðið 8% lægra en það
hafði nokkru sinni verið áður og hefur alls
lækkað um 50% frá því það var hæst árið
1986. Rækjuiðnaðurinn var rekinn með 3%
halla árið 1992 svo búast má við að enn hafi
sigið á ógæfuhliðina árið 1993.
Ein helsta ástæða lækkandi rækjuverðs er
talin vaxandi eldi rækju og annars fiskmetis
sem keppir við rækju á markaðnum. Stærsta
einstaka verkefni Félags rækju- og hörpu-
diskframleiðenda á síðasta ári og þessu hefur
verið undirbúningur fyrir sameiginlegt
markaðsátak framleiðenda og söluaðila á Norðurlöndum. Átakið hefur það
markmið að auka markað fyrir kaldsjávarrækju og beina menn einkum
sjónum sínum að þýskumælandi hluta Evrópu.
Veruleg aukning varb í útflutningi á hörpudiski milli ára en 1993 voru
flutt út 1817 tonn á móti 1157 tonnum árib ábur. Meginástæða þessarar
miklu aukningar var mikil sölutregða og birgðasöfnun sem varð á árinu
1992.
Heildarafli hörpudisks á árinu 1993 var 10.901 tonn sem er nokkru
minna en árið áður þegar veiddust 12.594 tonn. Sé litið á veröþróun á
hörpudiskafurðum milli ára kemur í ljós að í upphafi árs var verðið með
því lægsta sem lengi hefur sést en fór hækkandi eftir mitt ár og var í árslok
orðið jafnhátt og í ársbyrjun 1991.
Heildarverðmæti útfluttra hörpudiskafurða var 913,2 milljónir króna á
móti 598,4 milljónum árið 1992.
A IIII
f*WIP
RÁFMÓT0RAR
SEM SNÚASTOG SNÚAST
Mótorar fyrir allar þarfir,
0,18-900 kW.
Nýr Evrópustaðall M2BA.
HRADA • STYRINGAR
FYRIR DÆLUR, FÆRIBÖND O.FL.
Veldu ABB
SAMI-GS hraðastýring fyrir
mótorstærðir 0,37 - 315 kW.
• JOHAN
RÖNNING HF
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-684000
FAX: 91-688221
ÞIÓNUSTA í 60 ÁR
ÆGIR MAÍ1994 15