Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 32

Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 32
Hagnýting fískaflans Útflutningur í gámum auk aukningar sjóvinnslu ein- kenndu síðasta áratug. Fram í byrjun þessa áratugs var út- flutningur ísfisks í gámum vaxandi en hefur verið minnk- andi síðan. Hámarki náði þessi tegund ráðstöfunar aflans árið 1990 þegar hún nam 92.155 tonnum. Útflutningur- inn í gámum var svo 66.810 tonn árið 1991 en 58.261 árið 1992. Á síðasta ári hélt sama þróun áfram og nam úflutningurinn þá 52.151 tonni. Telja má líklegt að sam- dráttur þessarar tegundar ísfisksölu sé vegna tilkomu innlendra fiskmarkaða. Enn hefur orðið aukning í sjóvinnslu aflans milli ára. Á árinu 1993 voru sjófryst 147.446 tonn (sé ekki tekið til- lit til veiða á fjarlægum miðum en þar voru sjófryst yfir 10 þúsund tonn eins og fram kemur í öðrum kafla hér á eftir). Til samanburðar má nefna að aflinn var 136.309 lestir árið 1992 en 134.173 lestir 1991. Árið 1991 var botnfiskafli til sjóvinnslu 119.540 tonn eða um 18% af heildarbotnfiskafla ársins. Ári síðar var hlutur sjófrystingar í heildarbotnfiskvinnslu um 21% eða 122.020 lestir. Árið 1993 er þetta hlutfall komið í 22,6% sem eru 131.587 lestir. í þessu sambandi er rétt að athuga að vaxandi hluti botnfiskaflans kemur úr fiskstofnum sem hafa lítt verið nýttir áður. Þannig er til dæmis nánast allur afli úthafskarfa sjófrystur. Meira en helmingur grá- lúðuaflans er sjófrystur og um 40% rækjunnar. Reyndar fer hlutfallslega meira nú af rækju til landfrystingar en áður, enda hefur veiði á rækju margfaldast á síðustu árum. Hlutur sjófrystingar í afla er eins og að framan greinir sívaxandi. Þó hefur ekki dregiö úr hlut landfrystingar í botnfiskaflanum. Árið 1993 fóru 251.852 tonn botnfisks til frystingar í landi eða 44% alls botnfiskafla ársins. Þetta hlutfall var 43,2% árið 1992 en 43,9% árið 1991. Sjó- vinnslan og landfrystingin eiga það sameiginlegt að vinna úr öllum fisktegundum, en hlutföll tegundanna Útflutningur í gámum Botnfiskafli Þúsundir tonna Fiskifélag íslands Sjófrysting Þúsundirtonna □ Botnfiskur □ Rækja □ Annað Fiskifélag íslands eru mismunandi. T.d. er nær allur afli úthafskarfa sjó- frystur eins og áður sagði og hlutdeild sjóvinnslunnar í karfa, grálúðu og rækjuafla meiri en svarar til hlutdeildar hennar í öðrum tegundum. Söltun fer minnkandi enda samdráttur í afla þeirra teg- unda sem þyngst vega í söltuninni, þ.e. þorski, ufsa og síld. Um aðrar vinnslugreinar vísast til taflna um hagnýt- ingu aflans á fyrri opnu. Grásleppa Veidd grásleppa kemur ekki fram í töflum hér að framan. Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan grásleppuafla síðustu ára í tonn- um. Tölurnar byggja á upp- lýsingum um framleiðslu grá- sleppuhrogna sem umreiknaðar eru í grásleppu upp úr sjó. Um- reikningurinn er gerður skv. reikniaðferð Fiskifélags íslands. Grásleppuafli 1985-1993 01 Skipting grásleppuafla (í tonnum) ársins 1993 eftir Ár Afli 1985 10.294 1986 7.268 1987 10.294 1988 4.590 1989 6.075 1990 2.925 1991 4.410 1992 5.715 1993 3.318 kjördæmum ' Afli Reykjanes 291 Vesturland 819 Vestfirðir 217 Norðurland vestra 483 Norðurland eystra 1.381 Austfirðir 127 32 ÆGIR MAÍ 1994

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.