Ægir - 01.10.1994, Síða 23
VALDIMAR JÓNSSON
Botnlangaskuröur í undirbúningi við Bjarnarey. Frá vinstri:
Siguröur Þ. Árnason skipherra, Siguröur Steinar Ketilsson
stýrimaöur og Hannes Finnbogason læknir.
Þaö var aldrei siglt í var við Bjarnarey. Viö vorum heppnir
meö veöur og þennan tíma sem Oðinn var á miðunum var
veður aldrei mjög vont, svona kaldaskítur annað slagið,"
segir Sigurður.
Miðin voru þéttsetin af síldarbátum frá mörgum þjóðum,
flest voru þó rússnesk og norsk. Rússnesku bátarnir stund-
uðu síldveiðar í reknet og áttu gífurlega langar netatrossur
um allt sem þeir voru stundum marga daga aö draga og ollu
öörum skipum vandræðum.
„Okkur þótti þetta bráðskemmtilegt. Þetta voru lengri og
ævintýralegri ferðir en við áttum að venjast. Hefðbundnir
túrar í gæslunni voru svona 12-14 dagar svo þetta var ný-
næmi fyrir áhöfnina.
Við höfðum nóg aö gera við að sigla með viðgerðarmenn
fram og til baka og snúast ýmisiegt til aðstoöar skipunum."
Einu sinni fóru nokkrir úr áhöfn Óðins í kurteisisheim-
sókn í land á Bjarnarey. Nokkrir fóru í kaffi hjá norskum
veðurathugunarmönnum sem þar hafa bækistöðvar meðan
Snorri Hallgrímsson læknir renndi fyrir silung og fékk ein-
hvern afia. Á heimleið úr seinni túrnum var einnig farið í
land á Jan Mayen.
Kyngdi ælunni og losnaði við sjóveikina
Sigurður Þ. Árnason fór á eftirlaun hjá Landhelgisgæsl-
unni 1989 eftir meira en 40 ára starf, þar af skipherra í 33
ár, fyrst á Maríu Júlíu 1958 í afleysingum, síðan fastráðinn á
Gaut síðar Óðinn 1959. Hann er fæddur og alinn upp á
Framnesveginum og sótti snemma í sjóinn í Selsvörina sem
var steinsnar undan.
„Fyrstu kynni mín af sjómennsku voru aö róa tvær vetr-
arvertíöir á opnu skipi frá Stafnesi fyrir fermingu. Ég var sjó-
veikur upp á hvern einasta dag. Ég var búinn að reyna allt
þangaö til ég náði einu sinni aö kyngja ælunni og hef ekki
verið sjóveikur síðan."
Ferill hans hefur nær stöðugt tengst veiðieftirliti og
gæslu með einum eða öðrum hætti. Hann lauk prófi frá
Valdimar Jónsson loftskeytamaöur viö vinnu sína. Tilkynn-
ingaskylda allra síldarskipanna á miðunum við Bjarnarey
var send frá Óöni meö morsi til lands á hverjum degi.
Stýrimannaskólanum vorið 1953 og fór beint út á sjó sem
stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni.
Fyrstu afskipti Sigurðar af landhelgisgæslu voru þó árið
1947. Þá var hann ráðinn sem vélstjóri á Víking frá Keflavík
og stóð til að fara á reknet. Af því varð þó ekki því Víkingur-
inn var leigður til Landhelgisgæslunnar. Skipstjóri á Víkingi
var Haraldur Kristjánsson en það var síðan Hannes Frið-
steinsson sem stýrði honum sem varðskipi.
Gæsla í stórum og smáum stíl
Við fyrstu útfærslu landheiginnar úr 3 míium í 4 mílur
1952 var Sigurður háseti á Sæbjörgu sem var varðskip. Næst
var fært úr 4 mílum í 12 og þá var Sigurður afleysingaskip-
herra á Sæbjörgu. Það var fyrsta eiginlega „þorskastríðið".
Þegar tekist var um útfærslu landhelginnar úr 12 mílum 50
og síðan í 50 mílur í 200 var Sigurður í fremstu víglínu.
„Það var oft mikil spenna í kringum það þegar var verið
að skera aftan úr þeim en við lentum aldrei í neinum
mannraunum.
Síðustu árin sem ég var í þessu beið ég bara eftir að kom-
ast á eftirlaun. Ég var orðinn svolítið leiður."
Sigurður var ekki alveg á því að setjast í helgan stein þó
hann hefði látið af starfi skipherra heldur hefur hann síöan
fengist við veiðieftirlit með ýmsum laxveiðiám fyrir land-
eigendur sem er nokkurs konar landhelgisgæsla þó í smærri
stíl sé en tíðkast í þorskastríðum. Fyrst var hann austur í
Kelduhverfi á vegum ísnó og leit eftir öllu norðausturhorn-
inu en síöast austur á Vopnafirði við Hofsá. Hiutverkið er
fólgið í því að vaka yfir netalögnum í sjó, sem eru landeig-
endum mikill þyrnir í augum, og koma í veg fyrir ólöglegar
lagnir og tryggja að leyfðar lagnir séu nýttar eftir ströngustu
reglum.
„Mér þótti þetta skemmtilegt. Maður er alltaf á ferðinni,
á stöðugri vakt. Vopnafjörður er með fallegri kauptúnum
og ég hef kynnst þarna ósnortinni náttúru og afburða
fólki." □
ÆGIR OKTÓBER 1994 23