Ægir - 01.10.1994, Page 29
Veiðistjórn og byggðaröskun
Á undanförnum vik-
um hef ég ferðast um
landið til að sitja fundi
fiskifélagsdeilda. Á þess-
um fundum er rætt um
sjávarútvegsmálin og
ástandið sem er viða að
skapast vegna minni
afla og breytinga sem
verða á byggðarlögum
og atvinnulífi þeirra í
framhaldi af því. Hæst í
umræöunni ber kvóta-
kerfið og þá veiðistýr-
ingu sem því fylgir. Al-
mennt eru menn sam-
mála um að hafa beri
stjórn á fiskveiðum, en
þegar kemur að skipt-
ingu kvóta eða öðrum
takmörkunum á veiðum
verða sjónarmiðin óteij-
andi og vill þá hver og
einn hugsa mest um
sína eigin hagsmuni, en
lætur lönd og leið hags-
muni heildarinnar. Og
hver getur ásakað þessa
menn. Kvótinn er kom-
inn undir hungurmörk
og það er ógjörningur
að reka útgerð með
þeim kvóta sem nú er
úthlutað og fiskvinnsl-
an verður að kaupa hrá-
efni háu verði, það hrá-
efni sem fæst, sem er þó
engan veginn nægjan-
legt til hagkvæms rekst-
urs og virðist því grunn-
ur fyrirtækjanna vera
brostinn. Þetta ástand
býður heim þeirri hættu
að menn taki sér neyð-
arrétt. Flest smærri fyrir-
tæki eru byggð upp sem
fölskyldufyrirtæki og
þegar menn sjá allt sitt
ævistarf hrynja og lífs-
grundvöll sinna nán-
ustu skolast burt, jafn-
vel heilu byggðarlögin
eru í hættu, þá er fátt
heilagt. Það að víkka út
reglur um landað magn
eða flokka við borð-
stokkinn þannig að ein-
ungis komi á land sá
fiskur sem bestur er og
hentar miðað við þann
kvóta sem viðkomandi
ÚRFÓRUM
FISKIMÁLASTJÓRA
hefur er lítilfjörlegt brot
að þeirra mati. Þetta
hefur svo aftur í för
með sér að ailar skýrslur
verða rangar og vitnesk-
jan um hvað er veitt er
tómt rugl. Þannig vita
fiskifræðingar ekki hvað
fiskimiðin gefa í raun af
sér og því verður öll
þeirra ráðgjöf röng, því
forsendurnar eru rang-
ar. Hér eru menn komn-
ir í algeran vitahring og
má vitna til þátta í sjón-
varpinu um Nýfundna-
land þar sem samsvar-
andi ástand var uppi og
ástandið þar nú er eitt-
hvað sem enginn vill
hér á landi.
En víða eru merki
vaxtar og nú sýna upp-
gjör fyrirtækja í sjávar-
útvegi að hagur þeirra
batnar. Þetta eru þó að-
allega stærri fyrirtæki
sem geta í krafti stærðar
hagrætt hjá sér og hafa
keypt kvóta og eiga
möguleika í úthafinu
ásamt með vinnslu á
hráefni erlendis frá. Það
virðist því vera að sú
stefna sem rekin hefur
verið af stjórnvöldum í
áratugi og sjávarútveg-
urinn var látinn borga
sé nú gjaldþrota. Sá
vandi sem viö blasir er
að fólki í byggðunum
fækki, það missi lífsvið-
urværi sitt og flytjist bú-
ferlum. En útgerðin og
fiskvinnslan verði á æ
færri stöðum og verði
þá um leið í mun stærri
og hagkvæmari eining-
um. Þessi búseturöskun
er vandi þjóðarinnar
allrar og verður að leysa
á sameiginlegum vett-
vangi þar sem svara
verður skýrt hvort eigi
að halda öllu landinu í
byggð eða búa til nýjar
Hornstrandir á íslandi.
Hornstrandirnar geta
orðið víðfeðm svæði og
enginn veit hver verður
í næsta byggðarlagi sem
lendir á Hornstranda-
svæðinu. Eitt er þó ljóst.
Núverandi ástand verð-
ur ekki til frambúðar og
ef ekkert verður gert til
að grípa þar inn í verð-
ur gríðarlega byggða-
röskun og fólksflutning-
ar á næstu missirum.
Bjami Kr. Grímssson
VJnvViúði,rf
S|ílVar'><Vesinn
Góð
vara
þarfnast
góðra
umbúða.
Plaskprent hf.
SÍMI:91-875600 FAX:91-673812
Kvótaminnkun tvöfalt
meiri en talið var
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
haldið því fram að ekkert skip á
aflamarki verði fyrir meiri skerð-
ingu á kvóta á þessu fiskveiðiári en
sem nemur 6,4% þorskígilda. Sam-
kvæmt rannsóknum Björns Jóns-
sonar hjá LÍÚ er skerðingin tvöfalt
meiri að jafnaöi, eða 9,11-12,72%
hjá skipum völdum af handahófi.
Þessar ólíku niðurstöður ráðuneyt-
isins annars vegar og LÍÚ hins veg-
ar stafa af því að ráðuneytið reiknar
ekki með þann viðbótarkvóta sem
skip fengu úr Hagræðingarsjóði og
bætir við kvóta úr jöfnunarsjóði á
yfirstandandi ár. LÍÚ beitir öðrum
aðferðum og telur útreikninga
ráðuneytisins ranga og villandi og
ekki samboðna því.
(Útvegurinn, júlí-ágúst 1994.)
ÆGIR OKTÓBER 1994 29